Ég er orðin nokkuð vanaföst þegar kemur að aðventukransinum… vef hann með greni og skreyti með klassískum sveppum, kúlum og könglum. Einstaka sinnum fær eitthvað nýtt að fljóta með … Leifi finnst snjóboltakertin ómissandi þannig að þau eru á sínum stað… Þetta er bæði klassískt og fellur vel inn í annað hjá okkur.. sbr jólatréið…
Day: November 29, 2015
busy
Ása Júlía tók þátt í danssýningu ásamt hinum krökkunum í hópnum sínum hjá Danskennarafélagi Íslands í Hörpunni í dag. Við mæðgur tókum daginn í Hörpunni á meðan feðgarnir fóru á fótboltamót og enduðum svo öll saman í jólaboði í Hafnarfirðinum 🙂