Við fjölskyldan fórum í Ossabæ (bústaður sem starfsmannafélagið sem tengdó er í á) um helgina. Oliver dró pabba sinn beint í að þrífa og fylla pottinn svo hann yrði nú alveg örugglega tilbúinn strax eftir kvöldmat sem gekk að sjálfsögðu eftir. Systkinin voru ekkert lítið spennt yfir að komast í pottinn og nutu þess óspart…