síðustu daga hefur kólnað svo hratt og mikið að ég vaknaði upp við vondan draum.. Sigurborg á ekkert af almennilegum vettlingum! bara einhverja örþunna :-/ ekki nógu gott! Ég greip afgangsgarnið frá heilgallanum sem ég gerði á hana í vor og fann mér uppskrift… ferlega krúttlegir litli fiðrildavettlingar komu í ljós og ekki verra…
Day: October 9, 2014
Stelpuskott teiknar
Ása Júlía er stöðugt að framleiða listaverk… ef hún kemst í blað og penna/lit og þá er byrjað að teikna. Það nýjasta er að hún biður okkur um hugmynd af mótívi…þ.e. hvað hún á að teikna… áðan bað ég hana að teikna Kviku sem er hundurinn þeirra Sigurborgar & Tobba. og voilá hér er Kvika 😉