Hrafn Ingi var hjá okkur um helgina. Þeir frændur skemmtu sér konunglega við hin ýmsu prakkarastrik eins og þetta… fundu sér trjágrein sem auðvelt var að grípa í frá bekknum á leikvellinum og sveifluðu sér í trjánum til skiptis. Þeir skemmtu sér svo vel þarna að ég átti frekar erfitt með að stoppa þetta af……