Við mæðginin erum að rækta sólblóm í stofuglugganum… Oliver er merkilega samviskusamur í sambandi við vökvun og kíkir daglega og stundum oft á dag hvort blómin hans séu nokkuð þyrst.
Day: July 7, 2012
5ára afmæli Sóleyjar Svönu
Ég fór með krökkunum í Grímsnesið í dag en þar var Lilja & co með smá veislu í tilefni þess að Sóley Svana varð 5 ára í gær 🙂 Krakkarnir skemmtu sér konunglega í ævintýraleiðöngrum um kjarrivaxið landið, í leik niðrí dúkkuhúsi og síðast en ekki síst þegar Ómar tók lokið af heitapottinum varð heilmikil…