Ég er búin að vera að dunda mér við það síðustu ca 2 mánuði að taka til hjá mér… eða gera heiðarlegar tilraunir til tiltektar! Minnka þetta, skipta hinu út og passa mig á að borða ALLTAF morgnunmat sem er eitthvað sem ég hef átt í heilmiklum erfiðleikum með undanfarin ööö 20 ár eða svooooo…
Month: October 2010
ohh baby baby!
ég er komin með þetta fja lag á heilann og er það búið að hringsnúast þar í smá tíma. Ástæða? jú, minn yndislegi sonur er nýbúinn að læra orðið “baby” og notar það óspart í tíma og ótíma. Fékk t.d. í gær “mamma baby” 🙂
tilraunast…
það er endalaust gaman þegar tilraunastarfsemi heppnast vel. Enn skemmtilegra þegar hún heppnast svo vel að manni langar bara í meira. Ég sá framá það í gærkvöldi að það væri ekkert í ísskápnum til að hafa með í nesti í dag þannig að smá svona tilraunastarfsemi var gerð í gærkvöldi… kjúklingabringa, zuccini, sveppir, papríka, rauðlaukur…