Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

tiltekt og tilraunir

Posted on 31/10/201031/10/2010 by Dagný Ásta

Ég er búin að vera að dunda mér við það síðustu ca 2 mánuði að taka til hjá mér… eða gera heiðarlegar tilraunir til tiltektar!

Minnka þetta, skipta hinu út og passa mig á að borða ALLTAF morgnunmat sem er eitthvað sem ég hef átt í heilmiklum erfiðleikum með undanfarin ööö 20 ár eða svooooo *jikes* er svona langt síðan ég var 11 ára skotta?

Aníhú, bý mér núna alltaf til einhverskonar djúsí drykk á morgnanna sem ég sötra svo á leiðinni til vinnu. Grunnurinn hjá mér er alltaf sá sami – hann verður að innihalda:

  • haframjöl
  • hörfræ
  • Chiafræ (sem er reyndar alveg splunkunýtt fyrirbæri í eldhúsinu okkar, ekkert smá fyndin lítil fræ með merkilega skemmtilegri áferð! og auðvitað skemmir það seint að þau eru uppfull af allskonar góðgæti fyrir líkamann).

Að öðru leiti blandast við svona það sem er til í frystinum af frosnum berjum/ávöxtum  og svo eftir skapi, mjólk, djús eða vatn eða blanda af einhverju þessara vökva og svo set ég líka stunum möndlur með 🙂 *nammigott*

Annars er ég búin að vera lesa bloggið hennar Ellu Helgu svolítið mikið undanfarið og þar kynntist ég fyrst Chiafræjunum 🙂 og áferðarperrinn, eins og hún á það til að kalla sjálfa sig, laug engu um skemmtilegu áferðina á þeim 🙂 skemmtilega öðruvísi 🙂

Ég prufaði um síðustu helgi að malla mér hafragraut eftir hennar “uppskrift” og viti menn hafragrauturinn flutti í nýja heima 🙂 Hef alltaf verið sátt með minn hnausþykka gamaldagshafragraut úr haframjöli, vatni og með smá skvettu af mjólk útá og einstaka blóðmörssneið EN þetta er allt annar heimur! Ég er farin að þurfa að slást við dótturina um að fá að borða MINN graut í friði eftir að ég gaf henni smakk, hún fær sinn fyrst 🙂

Hafragrautur með eggjahvítum, chiafræjum, muldum möndlum, frosnum hindberjum og dash af ABmjólk (eða hreinu skyri, hitt er þó betra)  er barasta hið besta sælgæti 🙂 Verst að ég er alltaf á spretti á morgnanna og næ því ekki að njóta svona sælgætis (þó svo að ég myndi mixa þetta kvöldið áður líkt og pro manneskjan gerir) nema um helgar, nema etv spörning hvort ég mixi þetta bara fyrir LÖNSH 🙂

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme