ég á svo bráðgáfaðan son! Hann situr hérna á gólfinu, búinn að ná sér í bók úr hillu og er að lesa… Á DÖNSKU! náði sér sko í “Min ven Thomas” 😉 Ætli hann sé ekki bara að rækta dönsku genin sín, hann átti jú danska langömmu 😉
Day: March 13, 2008
á einhver…
… smá auka orku til þess að gefa mér? Ég er alveg búin á því þessa dagana, liggur við að ég sofni með Oliver kl 8 öll kvöld og ef það gerist ekki þá er ég ekki skemmtilegasti félagsskapurinn *hóst* úrill og leiðinleg m.ö.o. Mér líður eins og fyrstu mánuðina þegar ég gekk með Oliver…