Þegar við bjuggum úti í Danaveldi þá gáfu tengdó okkur gamla prentskúffu sem við ætluðum okkur alltaf að nota sem smáhlutahillu. Þau og Leifur fundu hana á einhverjum markaði í Holte eða Lyngby (man ekki alveg hvor það var). Þegar hún komst í okkar hendur var hún frekar mikið skítug og með pappír í botninum sem var einhverntíma hvítur og var farinn að rifna á ýmsum stöðum. Við vorum löngu búin að ákveða að festa ekkert upp á veggina í Holte þannig að henni var…