Við familían fengum boðskort í póstinum áðan í útskriftarveislu frænku minnar… Hún er að fara að útskrifast með BA gráðu í “Criminal intent” fræðum. Væri sko meira en lítið til í að mæta í þessa veislu!!! og ég veit að aldrei þessu vant væri Leifur líka meira en lítið til í að mæta. Eina problemið er að þetta er í Texas og sú ferð er ekki alveg á bödgetinu strax…
Day: November 26, 2007
3 litlir ferðalangar
Köben var bara skemmtileg 🙂 Smá byrjunarörðuleikar hjá okkur alveg í morgunsárið – eiginlega bara afþví að við vorum sennilegast enn sofandi þegar við vorum á leiðinni út úr húsi enda enn nótt! Ótrúlegt hversu auðvelt það var að fara með Oliver í flug – vona bara að það eigi ekki eftir að breytast mikið…