Karrý fiskur

Uppfærð færsla með myndum og betri texta 🙂

Ég átti alltaf eftir að prufa þessa uppskrift, er nýlega farin að kaupa frysta þorskbita í Bónus, hef vanalega ekki verið hrifin af því að kaupa frosinn fisk en keypti þennan fyrr í vetur og sá poki kom svona ljómandi vel út.  Krakkarnir eru hrifin af fiski en við erum búin að vera þónokkuð vanaföst með fisk og aðalega verið að græja bleikju eða lax þar sem krakkarnir borða best af því en þau borðuðu öll 3 vel af þessum 🙂

Uppskriftina er ég búin að eiga þónokkuð lengi en ekki komið mér í að prufa hana en hér er hún 🙂

 • 500 gr roðflett ýsa eða þorskur
 • 1/2 tsk salt
 • 1/2 tsk karrý
 • 1/2 tsk dill

Ef um flak er að ræða þá er það skorið í passlega stóra bita.  Pannan hituð og smurð og fiskbitunum því næst raðað á hana.

Þorskbitarnir komnir á smurða pönnuna

Saltinu, karrýinu og dillinu blandað saman í skál og því næst stráð jafnt yfir fiskinn.

vel kryddaður

Lok sett yfir pönnuna og látið krauma á minnsta straumi í 15 til 20 mín eða þar til hann er orðinn hvítur í gegn.

 

Borið fram með góðu salati og perlubyggi eða soðnum kartöflum.

 

Mexíco fiskur

Er ekki fiskifebrúar í gangi núna? held það, datt niður á þessa á þvælingi á netinu og ákvað að prufa 🙂 Þetta er svolítil slump uppskrift en ca það sem ég notaði fyrir okkur 5 í matinn (ok yngsta borðar á við fugl þannig að það má segja að þetta sé fyrir 4). Ég átti til þorsk í frystinum og tók út í gærkvöldi svo hann yrði reddy þegar við kæmum heim í dag.

Við erum alltaf að leita leiða til að innleiða fleiri máltíðir með fisk, fengum nóg af plokkfisk fyrir nokkru síðan og höfum verið aðeins of oft með “steiktan” fisk í ofni líkt og hefur verið svo vinsæll allstaðar.

En allir eru hrifinir af mat tengdan mexico í fjölskyldunni þannig að ég stóðst ekki mátið að prufa!

 • ca 700g r Fiskur (þorskur eða ýsa, roð og beinhreinsuð)
 • ca 1/2 bréf taco krydd
 • 1 græn papríka
 • 1 rauðlaukur
 • rjómaostur
 • salsasósa, mild
 • rifinn ostur
 • doritos

Ofninn hitaður í 200°C

Fiskurinn skorinn í bita og raðað í eldfast form.
Kryddað með taco kryddi eftir smekk, papríka og rauðlaukur saxað frekar smátt og dreift yfir. Rjómaosturinn tekinn með tsk og dreift yfir í “doppum” – má alveg vera ríflegt.
Salsasósunni hellt yfir allt saman, rifinn ostur þar yfir og svo smávegis af muldu doritos.

Sett inn í ofn í 25mín.

 

Borið fram með doritos, fersku salati og grjónum eða byggi.

Klassísk sítrónukaka

Leifur á eina svona ekta æskuminningaköku – hann var ekki lengi að blikka systur sína til að baka eina slíka í sumar þegar við vorum í heimsókn í Odense þegar hann uppgötvaði að hún ætti uppskriftina!

Auðvitað gerði hún það 🙂

Klassísk sítrónukaka

Ofninn er hitaður í 175°C

Kakan:

 • 200gr smjör + til að smyrja formið
 • 2dl sykur (ca 170gr)
 • 3 egg
 • safi úr 1/2 sítrónu + rifinn börkur
 • safi úr 1/2 appelsínu + rifinn börkur
 • 3dl hveiti (ca 180gr)
 • 1 tsk lyftiduft

Hrærið saman smjörinu og sykrinum þar til ljóst og létt. Bætið eggjunum út í einu í einu.
Því næst er öllu hinu blandað út í og hrært létt.

Degið sett í smurt form og bakað í ca 45 mín eða þar til prjónn kemur hreinn út 🙂

Á meðan kakan kólnar er glassúrinn útbúinn.

Glassúr:

 • 2dl flórsykur (ca 100gr)
 • 1msk cintrónusafi
 • 1msk appelsínusafi
 • 2-3msk rifinn börkur af sítrónu eða sultaðar appelsínur (t.d. plokka upp úr marmelaði ;))

Hrærið safann út í flórsykurinn og hellið yfir kökuna þegar hún er orðin köld.. skreytið með sítrónuberkinum.

 

 

Góða lifrarkæfan ala Magnea

Í vikunni fyrir jól eru haldin litlu jól í vinnunni minni, þar er samskotsborð þar sem allir mæta með eitthvað smá á hlaðborð … smá er líklega “understatement” þar sem fólk leggur misjafnlega mikið á sig. Magnea er ein þeirra sem fer “all in” með þetta og græjar dýrindis lifrarkæfu á hverju ári.

Hér er uppskriftin hennar 🙂

  • 1kg lifrarkæfuefni ( keypt frosið úr Melabúðinni og afþítt)
  • 2laukar smátt saxaðir (best að setja í matvinnsluvél)
  • 1lítri sterkt svínasoð (best vatn og 1/2box oscar kraftur)
  • 4egg
  • Smjörlíki/hveitibolla (ca 100-150gr smjörlíki +hveiti í þykka bollu)

Smjörlíki og hveiti í pott, þynna smátt og smátt með svínasoði.  Kæla lítillega, bæta lifrarkæfuefni út í og smakka til, þarf að bæta salti+pipar (best seasalt+mulinn svartur pipar)

Enda á að bæta tveimur + tveimur eggjum út í og hræra vel í á milli.

Dugar í eitt stórt eldfast mót (smurt með olíu) einnig hægt að setja í 2minni eða löng form.

Athuga að hægt er að frysta óbakað og nota síðar.

Bakað við 180gráður neðst á rimlum  í ca 1-1 1/2klst fer eftir stærð móts (stórt mót 1 ½ klst, setja álpappír yfir ef fer að dekkjast)

Bera fram með maltbrauði og rifsberjasultu

bollur

 • 5 tsk (2bréf) þurrger
 • 2 dl heitt vatn
 • 2 dl mjólk

Er hrært saman og látið bíða þar til gerið leysist upp eða fer að freyða aðeins

Því næst er :

 • 2 msk matarolía
 • 1tsk púðursykur
 • 4-5 dl heilhveiti
 • 4-5 dl hveiti
 • 1/2 tsk salt

sett í skál og blandað lítillega saman og gerblöndunni hrært saman við rólega.

Allt hnoðað vel saman og látið hefast í a.m.k. 30 mín.

Hnoðað létt aftur og mótað í bollur, penslað með eggi og bakað við 180°C þar til þær hafa tekið fallegan ljósbrúnan lit.

Einfaldar og gómsætar brauðbollur

– ath þetta er frekar stór uppskrift og náði ég ca 20 stórum lófastórum bollum út úr þessu 🙂

 

Hafragrautarmöffins

Best að kalla þetta bara það sem þetta er er það ekki ?

Ég er léleg í að borða morgunmat – hef alltaf verið það – er að reyna að taka mig á og er þetta orðið svona nokkurnvegin minn go to morgunmatur + drykkur/boost.
Rakst á fyrir nokkrum árum sniðuga muffinsuppskrift sem eru í raun bara hafragrautur og er búin að þróa hana svona meira fyrir minn smekk 😉

Grunnurinn minn er svona:
Hafragrautarmuffins

 • 250gr tröllahafrar
 • 1 tsk lyftiduft
 • ½ tsk matarsódi
 • ríflega 1 tsk kanill
 • Smá salt
 • 1 vel þroskaður banani, stappaður
 • 200-250ml abmjólk (mér finnst best að nota ABmjólk en auðvitað má nota kúamjólk/jógúrt/möndlumjólk/ogsvofrv)
 • 1 msk kókosolía (má líka vera ólívu eða hvað sem henntar þér)
 • 1 tsk vanilludropar

Hrært vel saman og skipt í form.
Bakað í ca 30 mín við 190°C

Mealprepp morgunmatur hafragrautarmuffins ;)

Ég nota stök silicon form og fæ allt að 12 út úr einfaldri uppskrift. Sjaldnast læt ég þetta vera bara svona heldur bæti t.d. eplabitum eða fræjum út í og oftast geri ég 2falda uppskrift og set hluta í frystinn.

Hnetulaus Hafrastykki

Krakkarnir mínir eru í hnetulausum skóla, reyndar þá hefur ekki mikið reynt á það nema þegar um svokallaða “sparinestisdaga” er að ræða.

Nú þegar skólakrakkarnir á ýmsum námskeiðum þar til við förum í sumarfrí og þá þurfa seðjandi, holl og góð nesti að vera í töskunum þeirra og verður þá væntanlega að taka tillit til þessa hnetulausaumhverfis þar líka eða mér finnst það amk.

Fótboltagaurinn minn hefur lengi verið hrifinn af svona hafrastykkjum (og reyndar múslíi líka) þannig að ég ákvað að leita uppi girnilega slíka uppskrift þar sem sú sem ég á og hef oft gert inniheldur hnetusmjör.

Grunninn að þessari fann ég á vef sem heitir “All recipies” innan um óhemju magn af hnetublöndum (þó nut free sé skrifað í leitir þá virðist stundum vanta uppá skilning fólks á því hvað séu hnetur).

Allavega hér kemur uppskriftin .

 • 2 ½ bollar hafrar
 • ½ bolli púðursykur (má jafnvel minnka enn meira í upphafi var þetta ¾ )
 • 1 tsk kanill
 • 1 bolli rúsínur eða önnur þurrkuð ber
 • 1 bolli hveiti eða heilhveiti
 • ¾ tsk salt
 • ½ bolli hunang
 • 1 egg (ath slá því saman)
 • ½ bolli olía (kókos eða isio)
 • 2 tsk vanilla
 1. Forhitið ofinn í 175ºC og smyrjið vel formið (ca 9×13”) sem nota skal eða klæðið það með bökunarpappír.
 2. Öllum þurrefnunum blandað saman í stóra skál (líka rúsínunum) – blanda vel.

  þurrefnin

  öll þurrefnin komin

 3. Búa til litla holu í miðjunni og setja i hana olíuna, hunangið og vanilluna. Hrærið vel saman og passið að ekkert sitji þurrt eftir í botninum 🙂

  notaði kókosolíu í þetta skiptið :-)

  notaði kókosolíu í þetta skiptið 🙂

 4. Setjið blönduna í formið og þjappið vel. Ef maður vill fá þykkari stykki þá er óþarfi að dreyfa mikið úr blöndunni þar sem hún rennur ekki til í bakstri.
  hafrastykki (4)

Bakið í miðjum ofni í 30-35 mín (getur verið semur, fer algjörlega eftir ofnum) eða þar til blandan hefur tekið gullbrúnan lit á brúnunum.

Kælið í smá tíma áður en skorið er í stykki, passið samt að kæla ekki alveg því það er auðveldara að skera á meðan blandan er svona hálf mjúk.

hafrastykki (7)

Pakka hverju stykki inn í álpappir til að viðhalda mýktinni eða “chewyness” og geymi í lofþéttu boxi eða ziplock.

Krakkarnir rifu þetta í sig í vikunni og því kominn tími á að gera annan skammt þar sem næsta vika full af námsskeiðum fyrir orkumikla krakka er bara rétt handan við hornið 😉

hafrastykki (1)

ferskt túnfisksalat

Ég er alltaf á höttunum eftir einföldum mat til þess að taka með mér í hádegisnesti í vinnuna. Á þvælingi mínum á netinu rakst ég á uppskrift af fersku túnfisksalati sem ég ákvað að slá til og prufa og auðvitað koma með smá twist þar sem ég er t.d. lítil tómatamanneskja en því meiri gúrkumanneskja ooooooog já ég þarf oft að breyta eftir mínu höfði 🙂

Þetta magn dugar fyrir 1 og jafnvel rúmlega það 🙂

1/2 dós túnfiskur  í vatni(ca 70gr)
1/2 papríka, rauð
1/2 papríka, gul
1/4-1/2 agúrka
1/2 Avocado
ca 1/4 bolli fersk steinselja
nokkrar þunnar sneiðar af lauk eða rauðlauk
væn lúka af blönduðu salati
1msk sítrónusafi
2msk góð Ólífuolía
Salt og pipar

Papríkan, agúrkan og avocadoið skorið í teninga og sett í skál. Salati bætt við ásamt ca 1/4 bolla af saxaðri steinselju (má vera meira og má vera minna :-)) lauknum bætt við ásamt túnfisknum og öllu blandað saman.

sítrónusafi og olía hrisst saman og hellt yfir.

saltað og piprað (mér finnst gott að setja aðeins meira heldur en hitt af piparnum).

og njóta!

Þar sem sítrónusafinn hindrar Avocadoið í að verða brúnt og ljótt þá er í góðu lagi að gera salatið kvöldið áður og geyma í ískápnum þar til komið er að því að njóta þess. Ég geri það hiklaust og gríp svo bara með mér að morgni áður en ég held til vinnu.

 

ommilettubollakökur – myndir koma síðar

 • 4 egg
 • 1/4 bolli mjólk
 • smá salt
 • smá pipar
 • 1/2 tsk lyftiduft (amerísk uppskrift má sleppa)

Fylling

 • ca 1/2 papríka
 • ca 5cm bútur af blaðlauk
 • 2-3 sneiðar af skinku
 • rifinn ostur

PAM olíusprey

Aðferð:

Eggin pískuð saman við mjólkina, salt, pipar og lyftidufti bætt út í. Sett til hliðar.
Papríka, blaðlaukur og skinka skorin niður (mér finnst betra að hafa það smátt skorið).

Ofninn hitaður í 200°c

Sílíkonmuffinsform spreyjuð með pam og fyllingin sett i og síðast smá rifinn ostur. Eggjablandan er því næst sett yfir og formið allt að því fyllt.

Skellt inn í heitan ofn í ca 25 mín (fer svolítið eftir ofnum).

Passar í 6 form 🙂

 

Bananahnetubrauðið hennar Ástu frænku

Bananahnetubrauðið hennar Ástu frænku

 • 50gr smjör
 • 1 bolli sykur  (hrært létt og ljóst)
 • 2 egg (bætt við einu í einu)
 • 2 bollar hveiti
 • 1tsk natron
 • 1 bolli bananar (3 meðalstórir bananar stappaðir)
 • ¼ bolli saxaðar pekan hnetur    

Ofn hitaður í 180°C

Smjörið og sykurinn hrært þartil létt og ljóst. Eggjunum bætt við einu í einu og því næst hveitinu og natroninu. Bönunum hrært saman við og undir lokin pekan hnetunum.

Þessi uppskrift passar fínt í 1 stórt “brauðform” eða 2 lítil álform.

Bakað í 60mín