bollur

 • 5 tsk (2bréf) þurrger
 • 2 dl heitt vatn
 • 2 dl mjólk

Er hrært saman og látið bíða þar til gerið leysist upp eða fer að freyða aðeins

Því næst er :

 • 2 msk matarolía
 • 1tsk púðursykur
 • 4-5 dl heilhveiti
 • 4-5 dl hveiti
 • 1/2 tsk salt

sett í skál og blandað lítillega saman og gerblöndunni hrært saman við rólega.

Allt hnoðað vel saman og látið hefast í a.m.k. 30 mín.

Hnoðað létt aftur og mótað í bollur, penslað með eggi og bakað við 180°C þar til þær hafa tekið fallegan ljósbrúnan lit.

Einfaldar og gómsætar brauðbollur

– ath þetta er frekar stór uppskrift og náði ég ca 20 stórum lófastórum bollum út úr þessu 🙂

 

Hafragrautarmöffins

Best að kalla þetta bara það sem þetta er er það ekki ?

Ég er léleg í að borða morgunmat – hef alltaf verið það – er að reyna að taka mig á og er þetta orðið svona nokkurnvegin minn go to morgunmatur + drykkur/boost.
Rakst á fyrir nokkrum árum sniðuga muffinsuppskrift sem eru í raun bara hafragrautur og er búin að þróa hana svona meira fyrir minn smekk 😉

Grunnurinn minn er svona:
Hafragrautarmuffins

 • 250gr tröllahafrar
 • 1 tsk lyftiduft
 • ½ tsk matarsódi
 • ríflega 1 tsk kanill
 • Smá salt
 • 1 vel þroskaður banani, stappaður
 • 200-250ml abmjólk (mér finnst best að nota ABmjólk en auðvitað má nota kúamjólk/jógúrt/möndlumjólk/ogsvofrv)
 • 1 msk kókosolía (má líka vera ólívu eða hvað sem henntar þér)
 • 1 tsk vanilludropar

Hrært vel saman og skipt í form.
Bakað í ca 30 mín við 190°C

Mealprepp morgunmatur hafragrautarmuffins ;)

Ég nota stök silicon form og fæ allt að 12 út úr einfaldri uppskrift. Sjaldnast læt ég þetta vera bara svona heldur bæti t.d. eplabitum eða fræjum út í og oftast geri ég 2falda uppskrift og set hluta í frystinn.

Hnetulaus Hafrastykki

Krakkarnir mínir eru í hnetulausum skóla, reyndar þá hefur ekki mikið reynt á það nema þegar um svokallaða “sparinestisdaga” er að ræða.

Nú þegar skólakrakkarnir á ýmsum námskeiðum þar til við förum í sumarfrí og þá þurfa seðjandi, holl og góð nesti að vera í töskunum þeirra og verður þá væntanlega að taka tillit til þessa hnetulausaumhverfis þar líka eða mér finnst það amk.

Fótboltagaurinn minn hefur lengi verið hrifinn af svona hafrastykkjum (og reyndar múslíi líka) þannig að ég ákvað að leita uppi girnilega slíka uppskrift þar sem sú sem ég á og hef oft gert inniheldur hnetusmjör.

Grunninn að þessari fann ég á vef sem heitir “All recipies” innan um óhemju magn af hnetublöndum (þó nut free sé skrifað í leitir þá virðist stundum vanta uppá skilning fólks á því hvað séu hnetur).

Allavega hér kemur uppskriftin .

 • 2 ½ bollar hafrar
 • ½ bolli púðursykur (má jafnvel minnka enn meira í upphafi var þetta ¾ )
 • 1 tsk kanill
 • 1 bolli rúsínur eða önnur þurrkuð ber
 • 1 bolli hveiti eða heilhveiti
 • ¾ tsk salt
 • ½ bolli hunang
 • 1 egg (ath slá því saman)
 • ½ bolli olía (kókos eða isio)
 • 2 tsk vanilla
 1. Forhitið ofinn í 175ºC og smyrjið vel formið (ca 9×13”) sem nota skal eða klæðið það með bökunarpappír.
 2. Öllum þurrefnunum blandað saman í stóra skál (líka rúsínunum) – blanda vel.

  þurrefnin

  öll þurrefnin komin

 3. Búa til litla holu í miðjunni og setja i hana olíuna, hunangið og vanilluna. Hrærið vel saman og passið að ekkert sitji þurrt eftir í botninum 🙂

  notaði kókosolíu í þetta skiptið :-)

  notaði kókosolíu í þetta skiptið 🙂

 4. Setjið blönduna í formið og þjappið vel. Ef maður vill fá þykkari stykki þá er óþarfi að dreyfa mikið úr blöndunni þar sem hún rennur ekki til í bakstri.
  hafrastykki (4)

Bakið í miðjum ofni í 30-35 mín (getur verið semur, fer algjörlega eftir ofnum) eða þar til blandan hefur tekið gullbrúnan lit á brúnunum.

Kælið í smá tíma áður en skorið er í stykki, passið samt að kæla ekki alveg því það er auðveldara að skera á meðan blandan er svona hálf mjúk.

hafrastykki (7)

Pakka hverju stykki inn í álpappir til að viðhalda mýktinni eða “chewyness” og geymi í lofþéttu boxi eða ziplock.

Krakkarnir rifu þetta í sig í vikunni og því kominn tími á að gera annan skammt þar sem næsta vika full af námsskeiðum fyrir orkumikla krakka er bara rétt handan við hornið 😉

hafrastykki (1)

ferskt túnfisksalat

Ég er alltaf á höttunum eftir einföldum mat til þess að taka með mér í hádegisnesti í vinnuna. Á þvælingi mínum á netinu rakst ég á uppskrift af fersku túnfisksalati sem ég ákvað að slá til og prufa og auðvitað koma með smá twist þar sem ég er t.d. lítil tómatamanneskja en því meiri gúrkumanneskja ooooooog já ég þarf oft að breyta eftir mínu höfði 🙂

Þetta magn dugar fyrir 1 og jafnvel rúmlega það 🙂

1/2 dós túnfiskur  í vatni(ca 70gr)
1/2 papríka, rauð
1/2 papríka, gul
1/4-1/2 agúrka
1/2 Avocado
ca 1/4 bolli fersk steinselja
nokkrar þunnar sneiðar af lauk eða rauðlauk
væn lúka af blönduðu salati
1msk sítrónusafi
2msk góð Ólífuolía
Salt og pipar

Papríkan, agúrkan og avocadoið skorið í teninga og sett í skál. Salati bætt við ásamt ca 1/4 bolla af saxaðri steinselju (má vera meira og má vera minna :-)) lauknum bætt við ásamt túnfisknum og öllu blandað saman.

sítrónusafi og olía hrisst saman og hellt yfir.

saltað og piprað (mér finnst gott að setja aðeins meira heldur en hitt af piparnum).

og njóta!

Þar sem sítrónusafinn hindrar Avocadoið í að verða brúnt og ljótt þá er í góðu lagi að gera salatið kvöldið áður og geyma í ískápnum þar til komið er að því að njóta þess. Ég geri það hiklaust og gríp svo bara með mér að morgni áður en ég held til vinnu.

 

ommilettubollakökur – myndir koma síðar

 • 4 egg
 • 1/4 bolli mjólk
 • smá salt
 • smá pipar
 • 1/2 tsk lyftiduft (amerísk uppskrift má sleppa)

Fylling

 • ca 1/2 papríka
 • ca 5cm bútur af blaðlauk
 • 2-3 sneiðar af skinku
 • rifinn ostur

PAM olíusprey

Aðferð:

Eggin pískuð saman við mjólkina, salt, pipar og lyftidufti bætt út í. Sett til hliðar.
Papríka, blaðlaukur og skinka skorin niður (mér finnst betra að hafa það smátt skorið).

Ofninn hitaður í 200°c

Sílíkonmuffinsform spreyjuð með pam og fyllingin sett i og síðast smá rifinn ostur. Eggjablandan er því næst sett yfir og formið allt að því fyllt.

Skellt inn í heitan ofn í ca 25 mín (fer svolítið eftir ofnum).

Passar í 6 form 🙂

 

Bananahnetubrauðið hennar Ástu frænku

Bananahnetubrauðið hennar Ástu frænku

 • 50gr smjör
 • 1 bolli sykur  (hrært létt og ljóst)
 • 2 egg (bætt við einu í einu)
 • 2 bollar hveiti
 • 1tsk natron
 • 1 bolli bananar (3 meðalstórir bananar stappaðir)
 • ¼ bolli saxaðar pekan hnetur    

Ofn hitaður í 180°C

Smjörið og sykurinn hrært þartil létt og ljóst. Eggjunum bætt við einu í einu og því næst hveitinu og natroninu. Bönunum hrært saman við og undir lokin pekan hnetunum.

Þessi uppskrift passar fínt í 1 stórt “brauðform” eða 2 lítil álform.

Bakað í 60mín

 

Hakkabuff á danska vísu

Ég fékk svakalega löngun um daginn í hefðbundið hakkabuff úr svínahakki (ódýrt kjöt!).
Allstaðar sem ég fór var búið að setja eitthvað twist á buffin, bæta við einhverjum krúsídúllum en það var ekki það sem ég var að leita eftir – tengdó í útlöndum (höfum yfirleitt farið þangað í buff ;-)) og mamma á hvolfi í saumaklúbbsundirbúningi (best að trufla það ekkert) þannig að hin “mamma Google” var nýtt til að finna lausnina.

Þessi fannst á danskri síðu og var mjög vel lukkuð – það vel að afgangurinn sem átti að verða til var ekki til…

fyrir 4

 • 600gr hakk (má vera svína eða nautahakk eða blanda þá er það yfirleitt ca 30-40/70-60%)
 • 0,5 tsk salt
 • pipar
 • 600gr laukur
 • 40 gr smjör

Rúllið upp í pulsu og skerið í passlegar sneiðar, þrýstið aðeins niður sneiðarnar, saltið og piprið.

Skerið laukinn í þunnar sneiðar.
Brúnið smjörið, skellið lauknum á pönnuna og mýkið. takið laukinn til hliðar.
Steikið buffinn í ca 1 mín á hvorri hlið. lækkið hitann og haldið áfram að steikja buffin ca 5 mín á vorri hlið. Takið laukinn og buffin af pönnunni en haldið á þeim hita.

Þá er það sjálf sósan!

Sósan:

 • 4dl kjötkraftur (svína eða nauta)
 • 1msk maisenamjöl eða annarskonar sósujafnari
 • salt
 • pipar
 • sósulitur

setjið sósujafnarann á pönnuna og bætið kjötkraftinum við, látið sjóða aðeins. bætið við sósulit eftir þörfum. smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með soðnum kartöflum, sósu og rifsberjasultu

afmælisbollakaka

Mér finnst gaman að tilraunast og prófa eitthvað nýtt 😉 ég leyni því svosem ekkert og er dugleg að henda hingað inn uppskriftum sem ég geymi fyrir mig þegar mig langar að prófa eitthvað nýtt.

Eitthvað nýtt var einmitt það sem mig langaði í á afmælisdaginn minn. Fann reyndar ekkert sérstakt sem mig langaði að prufa svona í snöggri yfirferð EN ég reyndar vissi að mig langaði í súkkulaði og berjablöndu… útkoman varð smá mix hér og smá mix þar og voilá girnilegar súkkulaðicupcakes með hindberjafyllingu & súkkulaðismjörkremi.

Djúsí súkkulaðikaka með hindberjafyllingu og súkkulaðikremi...það má

Hráefni fyrir bollakökurnar

 • 1 1⁄2 bolli hveiti
 • 1 bolli sykur
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • 1⁄2 bolli kakó
 • 1 bolli vatn
 • 1⁄2 bolli olía
 • 1 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 tsk eplaedik

Leiðbeiningar:
Hitið ofninn í 180°C.
Setjið öll þurrefnin í skál og blandið vel, því næst skal bæta við því sem eftir er. Hrærið þar til blandan er kekkjalaus og búin að blandast vel.
Setjið í form og bakið í 15-17 mín (fer eftir ofnum).

Þessar eru lúffengar og mjög áþekkar súkkulaðikökunni sem ég baka alltaf fyrir afmæli krakkanna – en þarna bætist reyndar við egg.

Svo er það fyllingin sem er hægt að gera á meðan kökurnar eru að bakast og kólna.

Hráefni fyrir fyllingu

 • 450gr frosin hindber (ekki verra ef þau eru sykruð) afþýdd
 • 1/3 bolli sykur
 • 3 msk cornstarch eða kartöflumjöl
 • 1 tsk sítrónusafi

Leiðbeiningar
Afþýðið hindberin í íláti og haldið safanum eftir . Bætið nægu vatni við safann þannig að vökvinn mælist 1 og ¼ bolli. Setjið vatnið, safann, sykurinn, sítrónusafann og cornstarch(kartöflumjöl) í pott og hrærið vel. Hitið við meðal hita þar til blandan byrjar að sjóða og þykkna, passa að hræra á meðan.

Kælið alveg.

Hrærið afþýddum hindberjunum saman við blönduna.
Gerir ca 2 bolla af fyllingu.

Fyllið með fyllingarstút frá Wilton.

Krem

 • 100 gr Smjör við stofuhita
 • 3 dl flórsykur
 • 2 msk kakó
 • 1 eggjarauða (má skipta út fyrir 1-2 msk mjólk til að fá mýktina)
 • 1-2 msk vatn (eða eftir þörf)
 • 1tsk vanilludropar

Hrærið saman smjöri, flórsykri og vanilludropum. Bætið kakóinu og eggjarauðunni/mjólkinni saman við. Bætið við vatni ef þörf þykir.
Hrærið þangað til kremið er loftkennt og hráefnin blandast vel saman.

Ég sprautaði svo með M1 stútinum frá Wilton sem er oft kallaður “rósastútur” til að fá kremið til að mynda þetta blóma útlit.

“smákakan”

 • 150 g mjúkt smjör*
 • 1 bolli púðursykur
 • 0,5 bollar sykur
 • 2 egg
 • 2 bollar og 2 msk hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 0,5 tsk salt
 • 1,5 tsk vanilludropar
 • 150-200gr suðusúkkulaði
 • 1,5 bollar annað sælgæti ( td. 4 stk. Mars súkkulaði)

Takið 150gr af mjúku smjöri, bætið bolla af púðursykri út í og hálfum bolla af sykri setjið í skál og hrærið vel saman með skeið eða sleikju, alger óþarfi að blanda hrærivélinni eða handþeytaranum í þetta. Tveimur eggjum er síðan skellt út í, einu í einu og hrært vel á milli.
Að þessu loknu bætið þið 2 bollum og 2 msk hveiti saman við, 1 tsk matarsóda, hálfri af salti og 1,5 af vanilludropum.

Saxið suðusúkkulaðið gróflega, sem og annað gotterí sem á að fara saman við. Við höfum prufað að bæta við litlum sykurpúðum mars, hnetum, smá perlum ofl.. alltaf jafn syndsamlega gott.

Bakað í ca 20 mínútur við 180°

*má auðvitað skipta út fyrir smjörlíki og gera þ.a.l. mjólkurlausa 😉

hvítlauksbakaðar kartöflur

 • 800 gr litlar kartöflur skornar til helminga
 • 1/2 kúrbítur, skorinn í bita
 • 10 hvítlauksrif með hýði
 • 3 msk ólífuolía
 • salt og pipar

ofninn hitaður í 200°C. raðið kartöflunum, kúrbítnum og hvítlauksrifjunum á pappírsklædda ofnplötu og hellið olíunni yfir. bakið í 50-55 mín. Kryddið með Salti og pipar

Fréttablaðið 27.sept ’13