Jæja, ótrúlegt að það sé kominn tími á annál. Finnst einhvernvegin eins og ég hafi verið að klára að skrifa fyrir 2010 bara nýlega en það er víst að verða komið ár síðan það var. (Annáll 2010 var reyndar birtur 3.janúar)
Month: December 2011
Chris <3 Katie
Chris frændi bað Katie sinnar þann 1 des … skv Lindu frænku þá ætlaði hann að bíða til jóla en einhverra hluta vegna var spennan of mikil *hehe* Allavegana Linda var að segja mér að þar á bæ er dagsetningin í október ákveðin, kjóllinn pantaður, kakan ákveðin og salurinn líka – oh my!
svínin eru komin með vængi!
hólí mólí – ég fékk jólapakka frá vinnuveitendunum… shit happens og allt það *hahahahah*
Laufabrauð
Við hittumst öll stórfamilían hans Leifs heima hjá Guðrúnu og Viðari í F14 þann 10.des. Laufabrauð var skorið, smákökur borðaðar og þegar síðasta kakan hafði verið steikt var hafist handa við að hrissta fram úr annarri þetta líka fína samskots jólahlaðborð. Krakkarnir vildu bæði endilega prufa að skera út, Oliver sýndi meistara takta á meðan…
NYC
Jæja er ekki kominn tími til að skrásetja frí okkar turtildúfnanna til NYC? held það barasta 🙂
læknastúss
ég fór í svokallað innskriftarviðtal áðan í tengslum við aðgerðina (Nissen fundoplication) sem ég fer í í janúar. svolítið skrítið að mæta í þetta alveg 2 vikum áður en það er bara svona þegar um valaðgerð er að ræða og sömuleiðis hátíðarfrí og svona vesen. Allavegana viðtal við hjúkrunarfræðing, deildarlækni (sem ég veit ekki einusinni hvort…