Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Áttræður og kom á óvart

Posted on 26/09/201605/10/2016 by Dagný Ásta

Fyrir 12 árum fórum við Leifur á tónleika í Laugardalshöll ásamt stórum hópi af okkar nánasta fólki. Þá skemmtum við okkur mjög vel og áttum yndislegt kvöld.Áttræður og kom á óvart

Þegar við fréttum af því að sami listamaður ætlaði að halda tónleika á ný og nú í Eldborgarsal Hörpu gátum við ekki farið þar sem hann er einn af uppáhalds tónlistarmönnum Leifs.

Karlinn er orðinn áttræður og í merkilega góðu standi miðað við aldur og fyrri störf. Ekki allir á hans aldri sem geta plokkað gítarinn sinn þó það sé ekki verið að velja flóknustu gripin eða vera með einhverja “stæla” með gítarinn.

Dóttir hans og tengdasonur sáu um upphitun í þetta sinn og tóku nokkur lög undir nafninu Appalachian Murder Bunnies

Kris tók þessi hellstu lög sín, fékk dóttur sína, tengdason og svo hann Pál Rósinkrans til þess að hjálpa sér með sum þeirra.

Allt saman var þetta gert með ró.

Það var lúmskt gaman að fylgjast með öðrum áhorfendum á sýningunni. Í næstu sætaröð fyrir framan okkur sat kona sem var orðin vel fullorðin (samt eflaust á aldur við Kris), búin að missa slatta sjón en það var svo yndislegt að fylgjast með henni, hún var greinilega eldheitur aðdáandi enda hafði hún keypt áritaða mynd af kallinum og við sáum hana nokkrum sinnum smella kossi á myndina og hún ljómaði alla tónleikana.

Takk fyrir öll þessi fallegu lög Kris Kristofferson,
Takk fyrir okkur – þetta var yndisleg kvöldstund

 

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme