Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Kris K, KK & Ríó Tríó

Posted on 15/06/200425/06/2005 by Dagný Ásta

áttu gærkveldið alveg með heilum hug, það er alveg á hreinu.

Ég skellti mér semsagt með Karlinum og nokkuð stórum hópi á tónleika Kris Kristofferson í gærkveldi og var það bara tær snilld!

Ríó Tríó hóf leikinn og flutti fullt af lögum sem manni þykir vænt um enda þekkt alla sína tíð :o) sbr Verst af öllu og Landið fýkur burt og fleira.

KK tók við af Ríó Tríó og fyrsta lagið hans var Vegbúinn, mér þykir það svo rosalega fallegt lag. Lokalagið hans fannst mér samt alveg yndislegt, auðvitað flutti hann nokkur lög en einhvernvegin þá höfðaði lokalagið einstaklega vel til mín í gær. Hann kallaði á systur sína, Ellen Kristjánsdóttur, og bað hana um að flytja lag með sér. Þau fluttu saman When I think of angels. Ég var alveg við það að tárast þegar þau luku flutningnum.

Krissi kallinn steig svo á svið og ég dáist að honum því að hann var að í 2 klst!!! og það alveg án hlés. Hann flutti fullt af lögum, lög sem maður þekkti og lög sem maður hafði aldrei heyrt, ekki einusinni Kriskjánarnir þeir Leifur & Sverrir.. þá held ég að það sé mikið sagt *glott* Karlinn var klappaður upp og fékkst til að taka nokkur lög, reyndar sagði kappinn alltaf “just one more” þar til þau voru orðin 5 eða 6.
Hann kom mér dáldið á óvart, ekkert sem heitir stjörnustælar eða neitt þannig sem maður tók eftir, ef eitthvað var þá virkaði hann hálf feiminn, þá sérstaklega þegar salurinn klappaði hann upp… held að hann hafi ekki alveg búist við þessum fagnaðarlátum, ekki laust við að kappinn hafi farið pínu hjá sér.

Takk fyrir mig Kris, KK & Ríó Tríó!!!

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme