Einhverstaðar rakst ég á stórsniðuga hugmynd á flakki mínu um vefinn. Viðkomandi hafði tekið krukku undan t.d. salsasósu, skreytt hana og í hana týndust miðar yfir allt árið með góðum minningum. Þetta fannst mér stórsniðugt en hef ekki komið mér í að gera þetta. Stelpa sem ég þekki hefur hinsvegar gert þetta síðastliðin 2 ár…
Day: January 22, 2015
Yndisbörn
Oliver, Ása Júlía og Sigurborg Ásta teiknuðu myndir til að setja með í kistuna til Sigurborgar Langömmu sem var kistulögð í dag. Dásamlegar myndir sem fengu að fara í kistuna. Oliver teiknaði eina stóra rós handa langömmu sinni og Ása Júlía teiknaði mynd af rós, sér á háhesti á Olla og svo langömmu í hjólastólnum……