Við skötuhjúin ásamt yngsta fjölskyldumeðliminum skelltum okkur með Hinturunum til Barcelona núna um mánaðarmótin. Ástæða ferðarinnar var árshátíð Hnit 🙂 Fimmtudagur 1.maí Ræs um 5 í morgun. Sigurborg var frekar undrandi á að við værum að vekja hana enda er það ekki alveg vaninn 😉 Eftir að við náðum í Jón Þór í Engihjallann brunuðum…
Category: daglegt röfl
100 hamingjudagar 100 myndir 100 hamingjumóment 3 hamingjumolar
ég tók þátt í áskorun á netinu sem fólst í því að birta 1 mynd á dag í 100 daga. Lúmskt skemmtileg áskorun. Eitthvað af myndunum hefur þegar ratað hingað inn en allar eru þær á instagram reikninginum mínum. Myndirnar þurftu auðvitað ekki að vera neitt sérstakar, bara hversdagslegar myndir af því sem gladdi mann…
7ára afmæli frumburðarins
Við héldum upp á 7 ára afmæli frumburðarins í dag. Yndislegt veður sem varð til þess að gaurarnir í afmælinu eyddu jafn miklum tíma úti við og inni, stelpurnar voru aðeins penni enda í sparifötum 😉 Oliver var alveg í skýjunum með kökuna sem við Leifur dunduðum okkur við að gera í gærkvöldi sem og…
Páskar
Ég verð að viðurkenna að ég eiginlega nenni ekki að skrifa um þessa hressu páska 😉 Var samt ágætlega dugleg með myndavélina og hér eru því páskar í örmyndasýningu. Oliver tók sig til og perlaði páskaskraut… þetta er gert eftir mynd sem Inga amma tók af gömlu páskaperli eftir Sigurborgu frænku Við skelltum okkur í…
Ferming
Okkur var boðið í fermingarveisluna hennar Helgu Bjargar í Nauthóli í dag. Fallegur salur með glæsilegu brönsh hlaðborði. Á hlaðborðinu var að finna alveg fullkomlega þroskaða djúsí gula melónu og fékk Sigurborg Ásta að smakka smá eða það átti að vera smá… sú stutta varð bara reið þegar bitinn var tekinn frá henni, þetta var…
Þessi 3 yndi
Yndislegu ungarnir mínir í fallegu “Línu Langsokk” peysunum frá Hönnu frænku í Svíþjóð
5 mánaða!!
Yndislegur dagur…
Við vorum viðstödd yndislega athöfn í dag… brúðkaup góðra vina þeirra Óla og Guðrúnar Helgu. Athafnastjóri frá Siðmennt kom í heimsókn til þeirra í stofuna í Hestavaðinu og framkvæmdi mjög fallega og persónulega athöfn sem endaði auðvitað á hinn klassíska veg með kossi 😉 Létt og ljúf athöfn með standandi veislu á eftir. Innilega til…