af Mors Brune – alltaf jafn gómsætar 🙂
Category: daglegt röfl
möndlur
Ég dreif mig loksins í að prufa að gera svona brenndar möndlur. Fékk einhverntíma uppskrift sem ég átti alltaf eftir að prófa en fannst hálf skrítið að ekki er ögn af kanil í henni og mér finnst ilmurinn af þessum brenndu möndlum sem eru seldar á götum úti vera alltaf með svo ríkjandi kanil þannig…
jóló
Við nýttum tækifærið áðan og splæstum í 1 stk jólatré. Reyndar var það partur af árlegu samverudagatali sem við erum með í desember 🙂 Ásu og Olla fannst nú ekki leiðinlegt að hjálpa stráknum í Garðheimum að draga tréið í gegnum netið 🙂
Origami á Sólheimum
Lionsklúbburinn hans pabba fer austur á Sólheima fyrsta sunnudag í desember ár hvert. Í ár buðu þau okkur með. Við hittumst í Lágmúlanum og fórum austur í rútu sem krökkunum fannst svakalega mikið sport. Heimsóknin hófst á hádegisverði með íbúum Sólheima. Fyrstaflokks hangikjötsveisla með öllu tilheyrandi. Eftir hádegisverðinn fórum við niður að Ægisbúð (húsnæði sem…
Nammmiii
Dagur jólahlaðborða var í kvöld – jú sko málið er að vinnustaðir okkar beggja völdu kvöldið í kvöld til þess að fara á jólahlaðborðin sín. Vinnan hans Leifs var fyrri til að tilkynna og óska eftir skráningum þannig að við enduðum á að fara með þeim á glæsilegt jólahlaðborð á Hótel Grímsborg. Við fórum með…
Betra seint en aldrei 🙂
er rétt að byrja á að mixa saman aðventukransinum… yfirleitt er hann nú tilbúinn á þessum tíma en það er búið að vera annsi þéttskipuð dagskráin undanfarið hjá fjölskyldunni. Leifur og krakkarnir eru reyndar stödd í jólaboði þegar þetta er skrifað en ég hélt mig heima með hitavellu og leiðindarkvef. Kransinn mun mjög líklega enda…
3 ára afmæliskaka Sigurborgar Ástu
Við fögnuðum 3 ára afmæli Sigurborgar Ástu í dag. Mikið fjör á bænum! Sigurborg heldur mikið upp á m.a. Hello Kitty og var alsæl með þessa einföldu köku sem við hjónin föndruðum í ár. Reyndar var afmælisbarnið ekki alveg fyllilega sátt við hversu “illa” við festum veiðihárin á hana og ákvað að ýta þeim aðeins…
Jæja nú vantar bara stórt glas af ískaldri mjólk!
Ása Júlía kom til mín nýlega og spurði, hvenær ætlum við eiginlega að baka kleinur aftur með ömmu?! ég held að það sé meira en ár síðan við fórum í slíka framkvæmd síðst… En ef þetta er ekki ástæða til þess að taka upp símann og panta kleinubakstur í Birtingaholtinu þá veit ég ekki hvað……