Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Jæja nú vantar bara stórt glas af ískaldri mjólk!

Posted on 12/11/201604/12/2016 by Dagný Ásta

Ása Júlía kom til mín nýlega og spurði, hvenær ætlum við eiginlega að baka kleinur aftur með ömmu?! ég held að það sé meira en ár síðan við fórum í slíka framkvæmd síðst…
InstagramEn ef þetta er ekki ástæða til þess að taka upp símann og panta kleinubakstur í Birtingaholtinu þá veit ég ekki hvað…
Það var sumsé verkefni dagsins 😉 ég og krakkarnir fórum vestureftir og steiktum kleinur með mömmu/ömmu. Við voru m.a. komnar með annsi góða rútínu í þessu… mamma/amma flatti út oog skar, Ása Júlía snéri eins og herforingi og ég steikti. Þessi lýsing á Ásu er ekkert plat því hvorug okkar hafði eiginlega undan henni… mamma að skera og ég að taka við til að steikja.
En mikið var þetta gaman og þessar minningar eiga eftir að fylgja Ásu lengi vel.
Líka vissara fyrir mig að mastera þetta fyrir framtíðina 😉

Jæja nú vantar bara stórt glas af ískaldri mjólk!Það er líka fátt sem jafnast á við nýsteiktar kleinur með ískaldri mjólk! þær eru einhvernvegin svo miklu betri heldur en bæði þessar fjöldaframleiddu sem fást í stórmörkuðunum sem og þessir risar sem fást í bakaríum.

Best að henda pokunum í frysti svo ég klári þær ekki fyrir afmælið um næstu helgi 😉

December 2025
M T W T F S S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme