Ásdís úr netsaumónum klukkaði mig sem þýðir víst að ég á að koma með 8 persónuleg atriði um sjálfa mig… here goes… ég á mér ósköp “fallega” litla skel sem ég kýs að loka utan um mig þegar ég veit ekki hvar ég hef fólk eða er með fólki sem mér líður ekkert alltof vel í kringum. Ég man fáránlegustu hluti en þegar þörf er á að muna eitthvað sem skiptir máli á hugurinn það stundum til að eyða þeim upplýsingum út af “harða disknum” fyrir óþarfa upplýsingar. mér…
Category: daglegt röfl
spjall
Ég átti ágætis spjall við konu sem starfar upp á LSH í morgun, hún hjálpaði mér að sjá það út að ég get með sanni sagt “konur eru konum verstar” og þurfa ekkert að hugsa neitt frekar út í það. Það er alveg staðreynd að ótrúlega margir virðast geta sent frá sér setningar sem eru með öllu óviðeigandi… í sumum tilfellum er hægt að leiða það hjá sér en alls…
síðasta helgi
um síðustu helgi var förinni heitið í Borgarfjörðinn bæði á föstudag og laugardag 🙂 reyndar í Borgarnes á föstudaginn í svokallaða Lappaveislu hjá Vífli frænda. Þar voru mættir nokkrir ættingjar mínir mömmu megin úr fjölskyldunni. Vífill kallaði Labbana saman í lappaveislu, labbarnir eru afkomendur Helgu ömmu og Olla afa en þau bjuggu í húsi um…
nýjar myndir
ég var að setja inn myndir helgarinnar… Lappaveisla labbanna & afmælisgrill í Borgarfirði Skrifa um helgina síðar 😉
uppgjör
Ég er búin að vera að hugsa heilmikið út í það sem gengið hefur á síðasta rúma mánuðinn hjá mér… þá meina ég heilsufarslega. Ég er búin að fá að heyra endalaust um það hversu dugleg ég sé og að fólk sé stolt af mér fyrir að taka þessum pakka með svona miklu jafnaðargeði… ég…
góðar fréttir
Jæja þá er ómunin yfirstaðin og sömuleiðis spjall við dr Val um niðurstöðurnar úr ómuninni. Það fundust á 2 stöðum pollar sem eru samt ekki pollar – erfitt að útskýra þetta, en í rauninni eru þetta vökvapollar sem tengjast bólgunum eins og síðast nema bara annarstaðar!! Reyndar sást í öðrum pollinum smá leifar af greftri en að mati Vals og ómunarsérfræðingsins að þá er þetta eitthvað sem…
læknisheimsókn
Jæja ég fór áðan og hitti hann Val lækni á kvennadeildinni í tékk á brjóstinu. Honum leist líka svona ljómandi vel á stöðuna og er nokkuð viss um að það komi ekkert nýtt út úr ómskoðuninni sem ég á að fara í á morgun, þ.e. að það sjáist bara bólgur þar sem þroti er í brjóstinu. Þrotinn er nefnilega eingöngu í…
hvað á barnið að heita?
Litli drengurinn okkar fékk nafnið Oliver, eftir langafa sínum 🙂 Yndislegur dagur sem við áttum í dag og þökkum við öllum innilega fyrir, bæði þeim sem komu og þeim sem hjálpuðu okkur við að undirbúa þennan dag 🙂 Takk takk takk!!!