Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Klukkleikur

Posted on 14/07/200715/07/2007 by Dagný Ásta

Ásdís úr netsaumónum klukkaði mig sem þýðir víst að ég á að koma með 8 persónuleg atriði um sjálfa mig…

here goes…

  1. ég á mér ósköp “fallega” litla skel sem ég kýs að loka utan um mig þegar ég veit ekki hvar ég hef fólk eða er með fólki sem mér líður ekkert alltof vel í kringum.
  2. Ég man fáránlegustu hluti en þegar þörf er á að muna eitthvað sem skiptir máli á hugurinn það stundum til að eyða þeim upplýsingum út af “harða disknum” fyrir óþarfa upplýsingar.
  3. mér leiðist að rífast við fólk,
  4. mér leiðist hvað ég er gjörn á að gera fólki til geðs með því að lúffa eða setja ekki mínar skoðanir fram.
  5. Uppáhalds búðirnar mínar eru litlar búðir með fullt af smáhlutum til heimilisins sbr Þorsteinn Bergmann hér á Ísl og í Dk er það HW hjörnet  í Lyngby 😉
  6. mér finnst sonur minn fyndnastur í heimi, þó hann sé bara 10 vikna 🙂
  7. Ég vildi óska þess að líkaminn minn væri ekki svona brenglaður.
  8. myndavélar eru vinir mínir svo framarlega sem ég er á bakvið linsuna en ekki fyrir framan hana 😉 kannski er það þess vegna sem ég er svona mikið “pein” *hahahah*

ég ætla að klukkaaaaaaaa: Iðunni, Sigurborgu, Ásu, Evu Hlín, Ástu Lóu og hvern þann sem vill vera með 😉

4 thoughts on “Klukkleikur”

  1. Eva Hlín says:
    16/07/2007 at 15:27

    Elsku dúllan!! Mikið er nú gaman að fá svona óvænta, & skemmtilega, “drauga fortíðar” hehe inn á síðuna manns…
    Til lukku með afkvæmið, er þetta ekki dásamlegt 🙂
    Endilega hreint, höldum sambandinu- það er svo auðvelt svona rafrænt!

  2. Hafrún Ásta says:
    17/07/2007 at 10:20

    við eigum númer 2 sameiginlegt hehe. Og fleira reyndar…

  3. Dagný Ásta says:
    17/07/2007 at 12:52

    hehe, takk fyrir heimsóknina Eva Hlín 😉 og endilega verðum “í bandi”

    Hafrún Ásta, já t.d. Ástu-nafnið 😉

  4. iðunn says:
    20/07/2007 at 15:43

    búúúin 🙂

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme