Á þriðjudaginn s.l. gengum við (Leifur) Gunnar bróðir Fimmvörðuháls ásamt Hallvarði á Hnit, Arngrími vini Gunnars, Elíasi bróður Evu og Þóri Steinari frænda Dagnýjar. Við lögðum af stað frá Skógum uppúr kl. 11. Okkur leist ekkert allt of vel á hitastigið því það var skítkalt við Skóga. Veðrið var samt mjög fallegt og okkur hlýnaði fljótt…
Category: daglegt röfl
smá skrepp…
Við kíktum í smá svona “sunnudagsbíltúr” á laugardaginn. Skelltum okkur í Fljótshlíðina eins og allir hinir! Lögðum reyndar ekki af stað úr bænum fyrr en rúmlega 4 enda langaði okkur að sjá dýrðina í ljósaskiptunum og í rökkri. Þetta var svakalega falleg sjón, alveg óhætt að fullyrða það. Við keyrðum inn Fljótshlíðina eftir svokallaðri “Emstruleið”…
að panta af netinu…
… það sem er svo sérstakt við að panta af netinu eitthvað sem maður sér aðeins á mynd er einmitt það að maður hefur bara séð hlutinn á mynd. Í raun og veru veit maður ekkert hvað maður er að fá í hendurnar. Ég var að fá pakka… alla leið frá Hong Kong! búin að…
afmæli Bjargar frænku
Við skelltum okkur í Ólafsvíkina síðasta laugardag. Björg frænka bauð í svaka veislu í tilefni 75 ára afmælisins síns 🙂 Það er alltaf jafn notaleg tilfinning að keyra inn í litla bæjinn… samt alltaf jafn skrítin tilfinning hversu ört þeim fer fækkandi sem maður þekkir þarna 😉 Þetta mun hafa verið fyrsta Ólafsvíkurferð / Snæfellsnessferð Ásu…
Rauði Bangsi
Við Oliver kíktum aðeins í RL seinnipartinn í gær. Tilgangur ferðarinnar var að láta gorminn velja sér garn… garn fyrir tæplega 3 ára gutta? já.. ég sá um daginn á bloggnum hennar Lindu svo yndislega sætan litinn bangsa sem mig langaði að prufa að gera og viti menn… hann var svo yndislega einfaldur 🙂 Oliver…
Matur: Eplagott
Matur: Eplagott Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta Stelpurnar komu í heimsókn til mín í síðustu viku… mikið kjaftað, mikið slúðrað og ýmsum fréttum deilt 😉 Alltaf gaman og gott að hitta stelpurnar. Ég efa það að það geti margt toppað svona kvalití tæm með stelpunum sínum 😉 Ég ákvað að prufa nýja “köku”…
Holte sakn
Ég sit hérna í sófanum með lopapeysuna sem ég er að vinna í og hlusta á danskan þátt á DR1 :danmork: Minningaflóðið er búið að vera með mjög miklum öldugangi í kollinum á mér og hin ýmsu myndbrot detta í kollinn á mér. Ég er með vott af söknuði til þessa vetrar, nei ég lýg…
Snjóþotuferð í Laugardalnum
Snjóþotuferð í Laugardalnum Originally uploaded by Leifur & Dagný Ásta Við fjölskyldan kíktum í göngutúr seinnipartinn á föstudaginn… aðeins að sjá hvernig Ásu þætti að fara í snjóþotu… henni virtist líka þetta ágætlega, hún kvartaði amk ekki fyrr en við vorum eiginlega komin að bílnum aftur. Oliver fannst þessi snjóþotuferð alveg æðisleg. Hann var líka…