Ég rakst á þetta einhverstaðar á netinu 🙂 Barnið er ágæt afsökun fyrir ykkur til að gera það sem beinlínis þykir ekki hæfa fullorðnu fólki. Nú getið þið legið á bakinu og sparkað fótunum upp í loftið. Nú getið þið bakað drullukökur. Nú getið þið grett ykkur og geiflað. Nú getið þið dansað og sungið. Getu ykkar er engin takmörk sett….
Author: Dagný Ásta
forvitna fólk
það hafa verið reyndar ýmsar leiðir til þess að ná því upp úr okkur síðustu daga hvaða nafn/nöfn við völdum á litla kút en hingað til hefur engum tekist að draga það upp úr okkur 😉 Okkur datt í hug hvort þið vilduð ekki senda okkur tölvupóst með ykkar ágiskun ? netfangið er dagnyasta [hjá] kjanaprik.is – verður gaman að sjá hvort einhver/jir hafa rétt fyrir sér 😉
sérstakt
rakst á þennan link hjá henni Ósk 🙂 frekar ewwwygewwystuff 😀 en samt dálítið áhugavert 😉 öpdeit þessi síða er í svipuðum dúr 😉
halló
úps, ég sé að það er orðið dálítið síðan ég skrifaði eitthvað hérna inn síðast 🙂 Af okkur er allt ágætt að frétta, sárin mín gróa ágætlega – bara stóri skurðurinn sem ég gæti alveg trúað að eigi eftir að trufla mig e-n tíma í framtíðinni þó hann geri það ekki í dag. Hann er…
Áfangi!
jæja núna er vissum áfanga náð hjá dömunni… Ég fór í umbúðaskipti áðan og viti menn ég fékk þau gleðitíðindi að það væri kominn tími til þess að taka drenin 2 úr!!! Sem þýðir bara að það er ekkert nema bati í myndinni (eða ég vona það amk), ég á reyndar að fara aftur í…
litli töffarinn minn
litli töffarinn í puma galla frá Láru Maríu frænku og strákunum hennar 😉
loksins!!!
Við erum komin heim mæðginin, ekki lengur merkt sem eign þvottahúss spítalana! Leifur vildi nú helst krossa yfir þessi seinni 2 orð og setja LEIFS í staðinn svona á meðan við dvöldumst þarna mæðginin. Allavegana það er kominn gróandi í þetta allt saman og 200ml af vibba farinn í ruslið eða hvað þeir hjá LSH…
;)
við erum á lífi 😉 bara svona rétt að láta vita – nenni samt ekki einhverjum ritgerðarstörfum akkúrat núna. Fengum frábærar fréttir í gær 😀 Ásta frænka er að koma til landsins í sumar!!!! *jeij*