Ég mætti í síðasta tímann í prjónanámskeiðinu í kvöld – kláraði peysuna sl föstudag að mestu.. átti bara eftir að sauma upp, klippa, hekla kanntinn og festa rennilásinn í þegar ég mætti… þegar ég fór heim þá átti ég bara eftir að festa rennilásinn og sauma hann í 🙂 Er MJÖG sátt við hvernig peysan kemur…
Author: Dagný Ásta
…
ég er ferlega pirruð út í sjálfa mig eða kannski ekki beint sjálfa mig. Eftir síðustu brjóstagjöf er ég búin að vera svo kvekt að ég er búin að vera að passa mig svoooo að fá ekki stíflur. Finnst eins og ég sé að gera “allt” sem ég get til þess að lenda ekki í…
heppni
Ég er voðalega gjörn á að taka þátt í ýmsum leikjum sem ég dett niður á á netinu. Stundum er ég heppin 😉 ég hef m.a. unnið flugmiða á plúsnum, tonn og hálft af bíómiðum og þessháttar smádóti og það nýjasta stór poki af allskonar barnadóti 🙂 Er ferlega ánægð með þennan vinning – fékk…
Oliver og Ása Júlía
Söngvaseiður
Er með ákveðna tóna sönglandi í hausnum á mér aftur og aftur… nei það er ekki do re mí söngurinn eða “the hills are alive…” heldur jóðlið! Ég fór semsagt á Söngvaseið áðan með mömmu & pabba. Verð að viðurkenna að ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af Valgerði sem söng&leikkonu- það er eitthvað við hana sem hrífur…
nóboddí púts Beibí ín a korner
Stelpurnar komu í heimsókn í fyrrakvöld og ætluðum við okkur að hafa það svolítið kósí og horfa á Dirty Dancing og jafnvel Ghost ef tími gæfist til en DD varð raunin, eigum Ghost bara inni 😉 Lilja er með svoddan snilldar tengingar í kvikmyndahús á höfuðborgarsvæðinu að hún reddaði okkur ekta bíópoppi til að maula…
má ég kynna
Dagnýju Ástu, Ásu og Sirrý… í réttri röð 😉 það vantar alveg Evu & Lilju inn í dæmið 😉