Við erum búin að setja elsku H14 á sölu… blendnar tilfinningar en þó kominn tími á að færa okkur um set. Við erum búin að festa okkur húsnæði ofarlega í Seljahverfinu 🙂
Author: Dagný Ásta
söknuður
Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá mér, svo miklu að ég er með hana innrammaða heima. Myndir eru ómetanlegar, sérstaklega eftir að fólk er farið frá manni. Við skötuhjúin erum dugleg að taka myndir svona yfirleitt, en vélarnar falla stundum til hliðar – eiginlega alltof oft í hinu daglega lífi. Það á ekki að…
Hekl: teppi fyrir Oliver
Ég ákvað um daginn að byrja á teppi á rúmið hans Olivers… síðar mun væntanlega fylgja teppi á Ásu Júlíu rúm en eitt í einu 😉 Fyrir valinu varð kambgarn, heklunál nr 4 og teppið Randalína úr Þóra-Heklbók. þetta er amk það sem er komið… ég hugsa að það verði margt annað klárað áður en…
fæ ekki nóg..
mér finnst mexíkönsk kjúlingasúpa ákaflega góð.. amk my way en ég veit að fólki finnst þær æði misjafnar 🙂 Það er líka bara svo gaman þegar gomarnir segja “nammi namm þetta er sko gott, má ég fá meira?!” ekki það að það er ekki oft sem þau vilja ekki borða…
Sundgarpar
Bæbæ gamla rúm
Við fórum semsé með gamla rúmið okkar út í Sorpu í gær… nýttum auðvitað ferðina og týndum ýmislegt til sem mátti alveg endurnýja líftíma sinn einhverstaðar annarstaðar… sbr þessi göngugrind sem fyrrv. nágranni okkar skildi eftir á sínum tíma þegar Oliver var bara peð en hefur svo einhvernvegin bara þvælst um niðrí kjallara þannig að…
matarblogg
Undanfarið hafa verið að spretta upp mörg skemmtileg matar/uppskriftarblogg sem láta mann fá vatn í munninn, gefa manni þvílíkar hugmyndir og einstaka sinnum smá öfund, svona þegar maður gefur sér ekki tíma í að malla eitthvað almennilegt í kvöldmatinn og sér svo allar þessar hrikalega girnilegu myndir hjá þeim 😛 Það verður nú bót á…
Afgangabaka
við vorum með svínabóg í matinn á þrettándanum.. aðeins of stóran *hóst* en miklar vangaveltur voru svo um hvað við ættum að gera við afganginn… á endanum datt mér í hug að gera böku svipaða þeim sem ég hef séð á Ljúfmeti & lekkerheit… Skar kjötið smátt, bætti við afganginum af ertunum sem við höfðum…