Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

matarblogg

Posted on 11/01/2013 by Dagný Ásta

Undanfarið hafa verið að spretta upp mörg skemmtileg matar/uppskriftarblogg sem láta mann fá vatn í munninn, gefa manni þvílíkar hugmyndir og einstaka sinnum smá öfund, svona þegar maður gefur sér ekki tíma í að malla eitthvað almennilegt í kvöldmatinn og sér svo allar þessar hrikalega girnilegu myndir hjá þeim 😛

Það verður nú bót á þessu eithvað fram á vorið þar sem Leifur verður heima og ég verð ekki ein í að hlaupa á milli vinnu/leikskóla/æfinga þó svo jú auðvitað bættust við 3 nýjar tímasetningar sem við þurfum að standa við með fjölskylduna og tímabókanir en hvað um það 🙂

Mér finnst afskaplega gaman að skrolla í gegnum þau og ná í smá innblástur … hef notað smá frá þessum og aðeins frá hinum til að búa til eitthvað sniðugt fyrir okkur (og oft líka bara til að taka sem nesti fyrir mig í vinnuna).

Hrna eru þau blogg sem ég kíki oftast á:

  • Nanna Rögnvaldar
  • Gulur Rauður Grænn & salt
  • Heilsumamman
  • Eva Laufey Kjaran
  • Eldhússögur
  • Eldað í Vesturheimi
  • Ljúfmeti og lekkerheit

Þau eru reyndar nokkur fleiri þarna úti á ensku en mér þykir bara svo þægilegt að skoða þessi íslensku þar sem þá þarf ég ekkerteða lítið að pæla í hvað ég get notað í staðinn fyrir þetta eða hitt hráefnið… eða eins og stundum kemur fyrir líka: “hvað í fja* er þetta eiginlega” en þá kemur google reyndar oftar en ekki til aðstoðar.

3 thoughts on “matarblogg”

  1. Magnús Rúnar says:
    13/01/2013 at 14:31

    Mér líst vel á þetta matarblogg og að það sé orðið meira gagn af Leifi 🙂 Hittumst vonandi fljótlega.

  2. Halldóra says:
    14/01/2013 at 19:18

    Þessi er í uppáhaldi hjá mér: http://ragnarfreyr.blog.is/blog/ragnarfreyr/ hann er læknir í Svíþjóð.

    1. Dagný Ásta says:
      14/01/2013 at 20:27

      já hann er á rssfeedinu mínu líka 🙂 kíki bara oftar á hin :-p

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme