Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Gleðilega Páska!

Posted on 27/03/201629/03/2016 by Dagný Ásta

Gleðilega páska!

Yndislegir páskar með nóg af súkkulaði og páskaungum 😊

Páskaeggjaleitin var ekki í Álfheimum enda íbúarnir staddir hjá dótturdótturinni í 4 ára afmælisgleði. Við földum því eggin hér heima.

image

Áður en krakkarnir hófu leitina vorum við með brunch þar sem ég prufaði nýjar brauðbollur með fyllingu, ferskan safa, egg og auðvitað beikon. Krökkunum finnst þetta alltaf jafn spennandi og okkur Leifi finnst ekki leiðinlegt að hefja daginn á góðum morgunmat.
image

Eftir súkkulaðiátið var vel við hæfi að viðra liðið áður en við skelltum okkur í mat í Birtingaholtið. Við ákváðum að taka smá rölt í Laugardalnum þar sem Sigurborg Ásta fékk heiðurssæti í Maduca pokanum og fannst það ekkert leiðinlegt!
Mæðgur í páskadagsgöngutúr

Það var ýmislegt brallað í göngutúrnum eins og frjóum hugum er eðlislægt sbr aftur á bak kapphlaup…
Afturábakkapp

Ása vann!

3/5 fjölskyldunnar tóku nokkra hringi á æfingarslánum – sko kollhnísa ekki “tilætlaðar æfingar” :-p

Ása Júlía snillingurOliver snillingur

Þau vildu reynda meina að þau væru i hugleiðslu en ekki að fara í kollhnísa 😉

Við enduðum svo daginn á að fara í dásamlegan mat hjá mömmu og pabba – með öllu tilheyrandi  :love:

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme