Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

stjörnuspáin fyrir sumarið 2004

Posted on 10/06/200425/06/2005 by Dagný Ásta

Ljónið: (24 júlí – 23 ágúst.).

Aðdráttarafl ljónsins verður afar sterkt í sumar.
Ljónið mun draga að sér tilkippilega maka og ef ljónið heldur rétt á spilunum ætti það að vera vel fullnægt og komið með rétta makann í lok þessa sumars.

Þar sem ljónið er í raun mikið tryggðar-og fjölskyldudýr mun það beyta bæði kjafti og klóm þegar það finnur rétta makann og þá er vissara fyrir önnur lostafull dýr að halda sig í hæfilegri fjarlægð vilji þau halda limi sínum og höfði.

Strákar í ljóninu eru sterkir, kraftmiklir og kynorkufullir elskhugar sem láta sitt ekki eftir liggja, nema sæði sé. Þeir eru óhræddir við slagsmál og hörku þegar að mökun kemur og hjálpi þeim sem reyna að komast uppá milli þeirra og rétta makans.

Stúlkur í merkinu eru hins vegar ljúfar sem lamb, hlýlegar og njóta aðdáunnar hvarvetna vegna tignarlegra og lostafullra lína líkama þeirra.

Ljónið leitar stanslaust að traustu og öruggu sambandi og ef það finnur það þá kemur greddan sterk fram og makinn á sér enga undankomuleið.

Júní og júlí verða ljóninu góð tíð, næg villibráð verður á ferli með hækkandi sól og greddan verður allsráðandi hjá þessu merka dýri. Seinni part sumars ætti ljónið að stoppa aðeins við og skoða samband sitt við maka sinn, höfðingljómi og tign ljónsins gæti sett skugga á maka þess og mun makinn eiga það til að gleyma sjálfu sér í þjónustulund sinni við konung sinn eða drottningu – þess vegna ætti ljónið að fylgjast vel með hugarástandi maka síns og gefa maka sínum vel af sér til baka.

Fullnægingaröskur ljónsins heyrast langar leiðir og getur dregið að sér ýmis ófullnægð dýr af sléttunni svo maki ljónsins ætti að gæta vel að því að engin óboðin flenna komist að konunginum.

Eftir erfitt vor hjá ljóninu ætti að létta til og í júlímánuði ættu einhleyp ljón að leyfa kynorkunni að hlaupa um á meðal villidýra sléttunnar í frelsi og losta. Óhindraður losti tveggja ljóna, sem og aðdráttarafl beggja gæti orsakað hitabylgju sem önnur dýr eiga ekki roð í – tvö ljón saman gætu átt dýrlegt veiðitímabil saman en áður en langt um líður mun það springa í loft upp með miklum látum.

Sumarið verður fullt af ævintýrum hjá ljóninu.

———————————————————————
———————————————————————

Gaman að þessu…
Ása setti fram sína stjörnuspá sem er Krabbinn, þannig að ég ákvað að skoða mína þvílíka ruglið… en samt gaman að skoða þetta :o)

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme