Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

ofnæmisgemsinn ég

Posted on 11/06/200425/06/2005 by Dagný Ásta

Síðan ég var lítil þá hef ég fengið ofnæmiseinkenni á vorin… þá aðallega í húð á handleggjum, svo þegar líða fer á sumarið færist það upp í nebbaling og í augun.

Þetta er ferlega þrálátt og leiðinlegt… tala nú ekki um kláðann sem fylgir þessu… maður er oftar en ekki alveg viðþolslaus *dæs* alveg sama hvort maður sé duglegur að taka inn ofnæmislyfin eða ekki… það virðist litlu breyta… alla vegana fyrir mig. Það eina sem dugir virkilega á kláðann er að bera Mildison Lipid á svæðin sem kláðinn er á (eða eins og í dag kláðabólurnar). Ég er búin að fá ný ofnæmislyf (eða fékk þau í fyrra) því að Loritin og þannig var sko ekkert að virka á mig lengur þannig að ég fékk lyf sem heitir Telfast, aðal vesenið með það er að það verða að liða 2klst milli þess sem ég tek það og tek bakflæðislyfin mín, þannig að þótt ég fái ofnæmiseinkenni þá verð ég að sætta mig við það að bíða í smá tíma ef ég er ný búin að taka inn lyfin mín *dæs*

Allavegana ég er búin að fá nokkur svona kláðaköst núna í vor/sumar og er oft viðþolslaus af kláða, fáránlegt. Svo er ég líka búin að vera að taka mín yndislegu hnerraköst (þið þekkið þetta stúlkur, ekki segja guðhjálpiþer fyrr en eftir 3 hnerra *hahah*)

Ég vildi óska þess að það væri til svona undratafla sem tæki þetta allt saman í burtu!!!

Sést það nokkuð að ég er í svona kasti núna, neinei… sérstaklega ekki með tilliti til fyrri færslu.

Ég fór í eitthvað svona ofnæmispróf þegar ég var 12-13 ára og þá kom í ljós að ég er með bullandi ofnæmi fyrir flestum gras, súru og frjótegunundum *jeij* svo bættust við hundar & kettir þar í *grát*

Ferlega skrítið samt, ég átti hana Trýnu mína þegar þetta kom allt saman í ljós og ég þvertók fyrir það að láta hana frá mér… ég kaus frekar að vera á lyfjum í lengri tíma en að láta fallegu litlu tisuna mína frá mér. Eftir að Trýnan mín hafði verið hjá okkur í 13 ár þá greindist hún með “brjósta”krabba og þurftum við að láta svæfa hana… það var eins og að missa fjölsk. meðlim ég hefði seint trúað þessu nema að hafa upplifað þetta. Síðan þá er ég ekki frá því að ofnæmið mitt gagnvart köttum hefur versnað til muna.. stundum get ég ekki verið inni hjá Iðunni nema í smá tíma því að ég er orðin þræl stíbbluð og með sviða í augunum.

Það er ömurlegt að vera ofnæmisgemsi!!

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme