Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Tungulömun

Posted on 14/06/200425/06/2005 by Dagný Ásta

aðal sportið í gærkveldi var að smakka á grænum Chilipipar…

þeir áttu nú að teljast til borðskrauts en yngra fólkið við borðið tók upp á því að mana hvert annað í Chilipipars áti… öhhh mér fannst eiginlega nóg að hafa smakkað Jalapeno í Texas þannig að ég hafði takmarkaðan áhuga á þessu… leifði hinum að njóta “góða” bragðsins af þessu…

jújú fyrstu bitarnir voru í lagi.. brögðuðust víst eins og “dáldið bragðsterk” papríka… svo eftir því sem fólkið beit lengra þá nálguðust fræjin
þvílíku svipbrigðin og lætin í fólkinu *hahah* þau höfðu þó vit á því að fá sér frekar mjólkursopa en vatn.

Robbi ákvað að skilja eftir sterkasta endann af sínum Chili (hann borðaði nú samt mest af sínum Chili *jeijfyrirRobba*). Leifur var e-ð að stríða mér þannig að það endaði með því að ég ullaði (eins og mér einni er lagið) þá tók hann þann enda og stakk á tunguna mína og nuddaði. Vá hvað það var vont svona eftir á! Ég samt náði að halda aftur af mér en dofnaði alveg upp í tungunni & hluta af efrivörinni… Mér fannst sem Leifur trúði mér ekki að þetta væri vont þannig að hann fékk áskorun um að leifa mér að gera slíkt hið sama við hann *híhí* hann brást við með því að hlaupa fram í ísskáp og ná í mjólk (sem ég nýtti mér auðvitað til þess að laga mína tungu).

Merkilegt hvað við stelpurnar náðum að halda aftur af okkur *heh* Eva var sú eina af stelpunum sem borðaði Chili og náði að halda aftur af sér, sást aðeins litamunur í andlitinu á henni og virkaði eins og hún táraðist. Robbi & Gunnar aftur á móti tóku þessu ekki alveg jafn vel eftir sína bita

æj þetta var bara fyndið

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme