Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

busy little beeeeee

Posted on 21/06/200425/06/2005 by Dagný Ásta

Vá hvað mér finnst sem dagarnir fljúgi framhjá… ég veit varla hvað tekur við næst.

Það er búið að vera svo mikið að gera eitthvað hjá mér að ég er farin að standa mig að því að dagdreyma um meiri svefn, hálf partin neita að fara á fætur því að líkaminn kallar á hvíld.

Síðasta vika t.d. var reyndar mjög skemmtileg en það var eitthvað að gera hvern einasta dag eftir vinnu.
sbr
Mánudagur var það Kris Kristofferson,
Þriðjudagur var það jarðaförin, flutningur afa á spítala og hittingur við stelpurnar fram eftir kvöldi,
Miðvikudagur var það tónleikar hjá Hangikjötinu,
Fimmtudagur var auðvitað 17.júní og hellings hellingur að gera þann daginn,
Föstudagur var líkaminn búinn og ég steinsofnaði allt of snemma.
Laugardagurinn var þeytingur í leit að útskriftargjöf og svo útskriftarveisla seinnipartinn og fram á kvöld.
Sunnudagurinn var svo undirlagður af útivist, líkt og fimmtudagurinn… nema að í þetta sinn var súrefnið í mesta styrkleika!

og hanannúh! ég veit að þessi vika verður rólegri, tja að einhverju leiti amk og því er ég fegin.
Ég fer á tónleika á miðvikudag, Deep Purple thank you verí mútsh! svo er það að reyna að komast til sýrslumanns eitthvert hádegið til þess að nýta kosningaréttinn minn því að mig langar að fara á Færeyskudagana, helst að fara á föstudag eftir vinnu en ekki beint eftir að hafa kosið á laugardag. Ég myndi þá vilja vera fyrst á kjörstað :o)

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme