Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

deep purple

Posted on 24/06/200425/06/2005 by Dagný Ásta

ég, Leifur & Iðunn skelltum okkur semsagt á tónleikana í gærkveldi, þeir voru tær snilld!

Höllin var troðin af fólki á öllum aldri og var dáldið spes að sjá fólk á aldri við pabba & mömmu vera að slamma þarna með *hehe*

Þeir áttu algerlega salinn og munar það rosalega miklu þegar stemmarinn er þetta góður :o) skemmtilegast þótti mér þegar hljómborðsleikarinn tók sig til og flutti “Sprengisand” beint eftir Motzart melodíu, bara fyndið og ætlaði salurinn líka alveg að trillast bæði úr hlátri og stemmara þegar hann gerði þetta.

Þeir voru klappaðir upp með þvílíkum látum og fluttu þá m.a. “Hush” sem er bara snilldar lag með þeim… fyndið hvað það er miklu rólegra á disknum sem við vorum að hlusta á í bílnum í gær fyrir tónleikana :o)

Mér fannst reyndar frekar fyndið að sjá söngvarann í þessu átfitti því að í vissri birtu þá ljómaði hann svo svaðalega að það minnti mig á atriði úr Grease *heheh* þarna þegar “idolið” kemur og syngur “beautyschool dropout”… bara fyndið

Allavegana þetta var bara;
Snilldar kvöld,
Snilldar tónleikar,
Snilldar félagsskapur,
og að lokum Takk fyrir mig!

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme