Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Vetrarfrí

Posted on 27/10/201503/11/2015 by Dagný Ásta

Yndislegu börn í Vetrarfríi #yndisbörn #snillingar #vetrarfrí2015 #Húsafell

Eins og svo margir aðrir voru krakkarnir í Vetrarfríi núna um helgina, þ.e. Oliver og Ása Júlia – ekki alveg búið að innleiða þetta í leikskólum landsins enþá…
Þegar dagatalið var birt á heimasíðu Seljaskóla var ég snögg til og bókaði bústað í Húsafelli yfir vetrarfríið og meldaði sjálfa mig í frí þessa daga.

Ég og krakkarnir lögðum af stað eftir Bónusstopp um 6 leitið á fimmtudag og keyrðum í kolniðamyrkri. Krakkarnir voru í skýjunum þegar við komum á áfangastað og grandskoðuðu bústaðinn í einni halarófu.

Leifur kom svo til okkar seinnipartinn á föstudag við mikinn fögnuð krakkanna.

Það virðist vera orðin regla frekar en undantekning að krakkarnir eigni sér húfur sem ég hef gert á sjálfa mig... sbr þessa "night cap" ... gerir reyndar ekkert til :) og í þetta sinn passar hún svona líka vel við nýju úlpuna hans Olla :-) #knitting #knit #knittersofinstagram #fjara #nightcap
Það virðist vera orðin regla frekar en undantekning að krakkarnir eigni sér húfur sem ég hef gert á sjálfa mig… sbr þessa “night cap” … gerir reyndar ekkert til 🙂 og í þetta sinn passar hún svona líka vel við nýju úlpuna hans Olla 🙂

Við fórum í nokkra göngutúra og krakkarnir skelltu sér þónokkrar ferðir í rennibrautir og skoppuðu um á trampolíninu sem vekur alltaf mikla lukku.

Potturinn var vel nýttur af Ásu og Olla alla daga enda virtist mottóið hjá þeim vera að eyða amk 50% vökutímans þarna úti, þrátt fyrir kulda í lofti. Sigurborg kíkti auðvitað í pottinn líka en þau eldri voru öflugari við pottaferðirnar. Það var lika ósköp notalegt að stinga sér ofaní heitan pottinn rétt fyrir svefn og horfa á stjörnurnar, leita uppi stjörnumerkin, dást að tunglsljósinu og bara slaka á í kyrrðinni.

Kósíkvöld voru bara basic og horft á ýmislegt misgáfulegt sbr Mr Bean sem krakkarnir skemmtu sér stórkostlega yfir.

Oliver kynntist hinu stórkostlega spili Matador og vildi endalaust spila það spil. Ása gafst yfirleitt upp þegar allar götur voru farnar og húsin farin að byggjast upp = peningaleysi farið að gera vart við sig hjá henni *haha*  Við vorum líka með fleiri spil en Matador gjörsigraði hug Olivers og var spilað daglega.

Mottóið hjá þessum 2 er að verja amk 50% af vökutímanum í heitapottinum á meðan dvalið er í bústað #pottadýr #Húsafell #yndisbörn #vetrarfrí2015Pottadýr #yndisbörn #Húsafell #vetrarfrí2015

Við áttum sumsé dásamlega tíma í sveitinni og nutum þess að vera saman <3

Kvöldsólin heillaði mig oft um helgina og tók ég slatta af skuggamyndum líkt og þessa

Sunset #Húsafell #vetrarfrí2015 #sólsetur

og á heimleiðinni gat ég ekki annað en stoppað bílinn rétt áður en ég kom að Borgarnesi til þess að smella af þessari mynd. … nei það er ekki bara filterinn sem bjó til þessa fegurð sem birtist í íslensku landslagi… Stundum bara verður maður að stoppa bílinn og taka mynd

August 2025
M T W T F S S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme