Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Prjón – Eivör á Ingibjörgu

Posted on 26/03/201629/03/2016 by siminn

Síðasta sumar prjónaði ég peysu á Ásu Júlíu eftir uppskrift sem heitir Eivör. Ég heillaðist fljótt af þessari fallegu peysu og möguleikunum sem hún býður upp á.

Fljótlega eftir að ég kláraði peysuna hennar Ásu Júlíu ákvað ég að ég ætlaði að gera aðra eins á Verk í vinnsluIngibjörgu frænku og Sigurborgu Ástu, kosturinn er samt sá að þær verða aldrei alveg eins þar sem “kaðla”munstrið að framan er ekki eins á öllum stærðum.

Ég hafði fyrst hugsað mér að gefa Ingibjörgu peysuna í jólagjöf en datt svo niður á annað sem henntaði betur 🙂 þannig að úr varð að peysan varð 4 ára afmælisgjöfin hennar.

Viljandi valdi ég hvorteð að gera hana vel við vöxt.

Garnið sem ég valdi í peysuna, eða raunar í þær allar er Yaku úr Litlu Prjónabúðinni. Dásamlega fallegt superwash garn.

Ingibjargar er prjónuð eftir stærð 5 ára en þar sem þetta garn er aðeins fínna en uppskriftin kallar á þá passar hún flott á hana í dag og m.a.s. vel rúm þannig að hún á nóg inni fram á haustið. Prjónastærðin er 2,5mm í stroff & 3mm í búkinn 🙂

Sigurborg sendi mér þessa yndislegu mynd af skottunni að máta peysuna í afmælisveislunni sinni.

(C) Sigurborg Skúladóttir Kaldal

Ég er svo að vinna í peysunni hennar Sigurborgar Ástu núna… gengur hægt þar sem ég er að gera of margt í einu – hver kannast við það ??

Ásu Júlíu peysa og Sigurborgar Ástu peysa í vinnslu… komin að því að þurfa að byrja á ermunum 😉
September 2025
M T W T F S S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme