Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Hvað er ég búin að koma mér í?

Posted on 18/09/201518/09/2015 by Dagný Ásta

Leifur er mikið búinn að hlægja að mér undanfarna daga… Hversvegna ? jú málið er að í vor þegar við “kusum” okkur trúnaðarmann í vinnunni heimtaði sú sem var “kjörin” að setja mig sem varamann þar sem jú enginn bauð sig á móti henni og því í raun engin kosning í gangi.

Þegar ég kom svo til vinnu aftur í byrjun september kom í ljós að yndislega samstarfskonan mín sem var okkar trúnaðarmaður er komin í veikinda”frí” hversu langt veit enginn, það er því á mína ábyrgð næstu 2 árin að sinna þessu trúnaðarmannastarfi *blah* Leifur kallar mig “unionreppinn”sinn og hlær.

Hvað er ég búin að koma mér í? #erbaravara #trúnó #unionrep!

Alla jafna þætti mér þetta eftilvill fyndið en ekki núna í ljósi þess hvað er í vændum… Jú ég er víst Í SFR og næstkomandi þriðjudag fer í gang kosning meðal félagsmanna SFR um það hvort við förum í verkfall eður ei.
Ég, sem hef yfirleitt lítið skipt mér af þessum málum er því allt í einu komin í pælingar um verkfallsvörslu og kjaramál!

Þetta var magnað! Fullt Háskólabíó á Allsherjarfundi SFR, SLFÍ & LL #baratta2015 #SFR #SLFÍ #LL
Þetta var magnað! Fullt Háskólabíó á Allsherjarfundi SFR, SLFÍ & LL #baratta2015 #SFR #SLFÍ #LL

Síðasta þriðjudag (17.sept) var haldinn allsherjarfundur með 3 stæðstu stéttarfélögum innan BSRB (ss SFR, Sjúkraliðafélagi Íslands og Landssambandi Lögreglumanna) og fylltum við Háskólabíó og rúmlega það. Í lok fundarins risu allir úr sætum og sungu Maístjörnuna – það var magnað! Mögnuð upplifun að vera innan um alla þessa snillinga!

Framhaldið verður enn forvitnilegra þar sem heilmiklar líkur eru á verkfalli… Það er nokkuð sem ég hef aldrei gert og átti í raun ekki von á að komast neitt í tæri við það. En það kemur allt saman í ljós um miðjan okt hvað verður úr.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme