Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Frá VR

Posted on 04/05/200425/06/2005 by Dagný Ásta

Kæri félagsmaður
Í dag 5. maí var orlofshúsum og tjaldvögnum VR úthlutað fyrir sumarið 2004. Því miður verðum við að tilkynna að þér var ekki úthlutað orlofshúsi eða tjaldvagni í sumar.
Flestir sóttu um sumarbústað í júlí og ágúst og því miður er ekki hægt að verða við öllum þeim óskum. Alls voru 1973 umsóknir sem bárust um þá bústaði og tjaldvagna sem VR hefur til umráða, en leiguvikur til ráðstöfunar á úthlutunartímabilinu 28. maí – 10. september eru um 900.
Þrátt fyrir allar þessar umsóknir eru margar dvalarvikur lausar í byrjun og lok úthlutunartímabilsins og öllum sem sóttu um og ekki fengu úthlutað er frjálst að velja um lausu vikurnar til 24. maí. Eftir þann tíma er öllum fullgildum félögum VR heimilt að sækja um þessar vikur.
Þá er þess að geta að þeir sem fengu úthlutað húsi eða tjaldvagni verða að greiða leigusamninga sína fyrir 10. maí nk. Reynslan hefur sýnt að alltaf koma einhverjar vikur til endurúthlutunar. Endurúthlutun fær sá sem næstur er að stigum við þann sem hættir við. Enn er því ekki öll von úti.
Með kveðju,
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur

*ullabarastaáykkur*
o jæja ég verð bara að finna e-ð annað til að eyða þessum peningum í sem ég tók frá af laununum mínum ef ske kynni að ég fengi þennan blessaða bústað :o)

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme