Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Queen Extravaganza

Posted on 16/08/201501/09/2015 by Dagný Ásta

Somebody tooooooooooo.... #sumirerubarameðþetta #Queenextravaganza

Við skötuhjúin skelltum okkur á tónleika í kvöld með Queen coverbandinu Queen Extravaganza.

Þvílíka snilldin!

Þvílikir snillingar!

Við vorum búin að sjá að uppselt væri á tónleikana í kvöld en ég ákvað að kíkja á heimasíðu Hörpunnar til að kanna hvort einhver séns væri á miðum eða amk hvað þeir væru að kosta ef maður dytti niður á miða til sölu en viti menn voru ekki nokkrir miðar á lausu á 11 bekk og það nokkurn vegin fyrir MIÐJU! Ótrúlegt, ég var ekki lengi að skella mér á 2 stk 🙂 Leifur var reyndar búin að tala um að fara á þá á morgun en ég bara hafði það ekki í mér að fara í burtu á afmæliskvöldinu hennar Ásu minnar 😉

Allavegna, aftur af upplifunninni á þessari snilld! Ég held að án gríns það hafi enginn búist við þessari stemmningu eða því hversu góðir þeir væru, og hálf skerí líka reyndar hvað Marc, söngvarinn, er lygilega likur Freddie sjálfum og er m.a.s. búinn að tileinka sér fullt af töktum frá Freddie.

Ég tók eftir því nokkrum sinnum á svipbrigðum hljóðfæraleikaranna að það kom þeim lúmskt á óvart hvernig áheyrendur voru enda töluðu þeir um að þeir hefðu aldrei áður  verið á sitjandi tónleikum þar sem áheyrendur ignoruðu stólana meiri part tónleikanna og stæðu bara, dönsuðu, syngdu og svo frv.

Mæli hiklaust með því að kíkja á þá EF þú færð tækifæri til og ert tja amk smá aðdáandi Queen 🙂

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme