Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

hugsanamelting og samviskuhreinsun

Posted on 07/05/200425/06/2005 by Dagný Ásta

Ég var að tala um það um daginn að mér þætti það skrítið að loka á einstakling með öllu en samt fylgjast með viðkomandi í gegnum netheima.

Málið er að mér persónulega þykir þetta óþægilegt…
OK ég veit að það er nokkur fjöldi af einstaklingum sem kíkir hingað inn daglega, vikulega, oft á dag, og svo framvegis…
fólk sem þekkir mig, þekkti mig sem barn/ungling, fólk sem þekkir mig ekki baun nema í gegnum það sem ég hef skrifað hérna…
en það er einhvernvegin allt annað mál… Fólk sem hefur ekki sagt mér að éta það sem úti frýs og svo margt annað.

Mér finnst eins og það sé verið að fylgjast með mér óbeint, fara á bakvið mig…
æji, öh það er rosalega erfitt að útskýra þetta….

þetta situr bara rosalega í mér og ég er pirruð á svona laumumakki því ég kem hreint út við fólk en leiðist það alveg einstaklega þegar fólk getur ekki virt það og gert hið sama gagnvart mér.

Ég veit alveg að þetta blogg mitt er opið öllum og ég get ekkert gert til þess að “loka” því nema með því að hætta að blogga, en mig langar barasta ekkert til þess
Ég get með engumóti bannað fólki að koma hingað… það er bara út í hróa hött… en þetta truflar mig og ég veit af því og ég ætla mér bara að hætta að tuða í ákveðnum einstaklingum *sawiekjútípæ* um þetta og koma hreint út hér á mínu bloggi þar sem jú þetta er mitt blogg og ég má skrifa það sem ég vil hérna

eða er þaggi annars ?

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme