Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

garðyrkja

Posted on 06/06/201522/06/2015 by Dagný Ásta

Það er meiri stæll á sumum.... #kartöflur #garðyrkjustörf #fjölskylduræktun

Við krakkarnir kíktum í garðinn til mömmu og pabba í dag til að hjálpa þeim að klára kartöflurnar. Ég held að garðurinn hafi aldrei verið áður svona seint á ferðinni eins og í ár, sem er reyndar svosem ekkert skrítið miðað við veðurfarið í vetur/vor.

En hvað um það, ég og krakkarnir skemmtum okkur konunglega við að sjá hin ýmsu furðudýr út úr spírunum á kartöflunum. Káruðum svo gott sem að setja niður allar kartöflurnar, fræ fyrir gulrótum og spínati. Mamma ætlar svo að bæta við salati og einhverju fleiru.
Hlakka til að sjá hvað fær að þroskast og verða að safaríkum berjum í haust :)Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá hversu mörg blóm koma á Rifsberjarunnana á vorin, auðvitað líka Sólberjarunnana og Stykkilsberjarunnana… það er nefnilega svo misjafnt hversu mikið nær að haldast ef maí/júní er vindasamur. Núna eru ótrúlega mörg blóm á runnunum og ég vona bara að þau haldist sem flest. Maður þarf svo að fara að læra að gera eitthvað sniðugt við þetta 🙂 nýta það sem náttúran gefur manni á meðan maður hefur möguleika á.

 

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme