Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Halló Helluvað!

Posted on 31/05/201509/06/2015 by siminn

Olga frænka var svo sniðug að senda á mig boð á Facebook þar sem bændurnir á Helluvaði buðu til opins húss á bænum þegar Beljurnar fengju að sletta úr klaufunum utandyra í fyrsta sinn í ár.

Við ákváðum að skella okkur í bíltúr og stálum litla dananum okkar líka en Ingibjörg og foreldrar hennar komu í sörpræs heimsónk fyrr í vikunni og fara strax eftir helgi.

Krökkunum fannst þetta öllum alveg ágætis ferð sýndist okkur, frekar fyndið að sjá beljurnar hoppa svona um og bara gaman að fá að sjá, klappa og halda á litlu lömbunum. Er reyndar nokkuð viss um að toppurinn hjá Oliver hafi verið þegar hann fór að kíkja á Nautin og var ekki alveg að átta sig á því þegar þessi risastóra tunga kom og sleikti andlitið á honum… það var einstaklega fyndið 🙂

Ása Júlía og Ingibjörg lentu sem betur fer ekki í svona sleikjum, reyndar var Ingibjörg hálf feimin við þessar stóru skepnur og hélt sig í hæfilegri fjarlægð.

Þegar krakkarnir voru búin að fá nóg af dýrunum fengum við að smakka á nokkrum tegundum af nautatungum og nýjum ábrysti. Krakkarnir voru allir mjög hrifnir af þessu og borðuðu vel af tungunum, bestar reyndust þær samt reyktar og svo grillaðar en síst þessi salta.

Yndis frændsystkiniGaman að prufa gamlan traktor #yndisbörnSigurborg Ásta smakkar Ábrysti.Kýrnar kátar með að vera lausar og komnar út í ferska loftið
1) Ása Júlía, Ingibjörg & Oliver mætt á Helluvað
2) frændsystkinin aðeins að prufa gamlan traktor
3) Sigurborg Ásta að smakka Ábrysti með Kanil
4)Beljurnar sloppnar út!!

Alveg eins og nafni sinn
Oliver stóð undir nafni og fannst mjög gaman að fá að knúsa þetta litla lamb alveg eins og langafi og nafni gerði svo oft í Fjárhúsinu sínu 🙂

Við höfum strax ákveðið að reyna að mæta aftur að ári, þá ætti Sigurborg Ásta að vera aðeins áhugameiri 😉

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme