Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Páskar….

Posted on 05/04/201508/04/2015 by siminn

ó hið ljúfa páskafrí – alveg yndislegur tími þrátt fyrir ekkert spes veður. Ýmislegt var brallað hérna hjá okkur í Kambaselinu.

Leifur (ásamt fleirum) sá um páskaeggjaleit í Laugardalnum á vegum Hverfafélags X-D í Háaleiti og Laugardal og mættum við að sjálfsögðu þangað og krakkarnir þræddu nánasta umhverfi þvottalauganna í leit að litríkum eggjum til að skipta út fyrir gómsætt súkkulaðiegg. Líka gaman að hitta þar Magga, Elsu & krakkana, Gunnar & strákana, Jökul, Ingu Láru og Sigurlaugu 🙂

PáskagaurÞar sem við komumst ekki í afmæli til bestu frænku þá búum við bara til afmæli hérna heima #ásajúlíablésákertiðfyrirSigurborgubestufrænkuGranninn er með þetta á hreinu #páskar15Örpúls #páskar15
Við spiluðum fjölskylduspilið á föstudaginn langa – Gaur
Skelltum líka í muffins með 1 kerti í tilefni afmælis Sigurborgar frænku
Nágranninn á K42 er með fánamálin alveg á kristal tæru!
Lítið Wasgji púsl sem við mæðginin skelltum saman á örskömmum tíma.

Dinner time!Páskaeggjaleit í Elliðárdal #páskar15Sætu afmælissystur í PáskaeggjaleitPáskaeggjaleit í Elliðárdal #páskar15
Girnilega Supernachosið! sem var í matinn eitt kvöldið
Við skelltum okkur í aðra páskaeggjaleit í Elliðárdalnum á laugardeginum, í þetta sinn gat Leifur verið með okkur 😉
Þar hitti Ása Júlía hana Lilju Rós en þær eru fæddar sama dag með nokkurra klst millibili. Þeim fannst þetta sko ekki leiðinlegur hittingur!
Ása Júlía var líka voðalega montin með eggin sín 2.

Me like !! #páskar15Páskar #páskar15Útivera á Páskadag #páskar15 #fjölskylda #yndisbörnÚtivera á Páskadag #páskar15 #fjara #fjölskylda #yndisbörn
Velpoppuð pura á purusteikinni ala Leifur – alltaf ljúffengt og fyndið hvað Leifur er farinn að þurfa að slást við sérstaklega Oliver um puruna 😉 Ása gefur reyndar Oliver lítið eftir í slagnum.
Fallegi páskalöberinn minn sem ég stóðst ekki að splæsa á mig í fyrra þegar ég fór og keypti einn slíkan í afmælisgjöf handa Sigurborgu.
Eftir brönsh páskaeggja át í Álfheimum með tengdó og Norðhiltingunum ákváðum við að kíkja aðeins út og fá okkur ferskt loft og etv meiri matarlist fyrir næstu átveislu í Birtingaholtinu. Krökkunum finnst alltaf spennandi að kíkja niður í Fjöru en þetta var reyndar fyrsta alvöru svona fjöruröltið hennar Sigurborgar Ástu.

Við enduðum svo súkkulaðihátíðina miklu í mat ásamt Norðhiltingunum í Álfheimnum … bara ljúft!

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme