Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Prjón: Unnur

Posted on 10/03/201502/04/2015 by Dagný Ásta

Peysan Unnur úr Fleiri Prjónaperlur.

Mér finnst þessi peysa mjög skemmtileg, en greinilega er ég búin að þróast eitthvað í prjónastílnum síðan ég prjónaði þessa peysu fyrst þar sem þessi er mun þéttari en fallega Retro peysan hennar Ásu Júlíu 😉 Það kemur þó ekki að sök, hún er enn létt og falleg fyrir því.

Peysan Unnur úr Fleiri Prjónaperlur #lopi #fleiriprjónaperlur #plötulopi
Uppskrift: Unnur úr bókinni Fleiri Prjónaperlur.
Garn: plötulopi
prjónar: 4,5mm
Ravelrylinkur

í þetta skiptið voru afgangar í gangi, átti til tæplega 2 heilar plötur af þessum ljósbrúna og reyndar slatta af þeim dökka líka. Datt í hug að skella í peysu á hana Sigurlaugu vinkonu okkar þar sem hún á afmæli núna í byrjun mars. Þannig að við hæfi var auðvitað að skella í stærð 4 fyrir 4 ára skottu 😉

Ég fór með ca 1,3 plötur af ljósari litlum og bara örfá gr af þeim dökka. Prjónastærð 4,5 eins og gefið er upp í bókinni.

Vonandi getur hún notað peysuna í sumar, passlega hlý undir pollajakkann en samt ekki of ef sumarið ætlar að vera eins og síðustu 2!  En annars bara ein og sér er hún alveg nóg líka ef það er of kalt til að vera bara á bolnum 😉

Ég er byrjuð á annarri eins handa Ásu Júlíu sem er úr vínrauðri samkembu og nota hvítt í munstrið og stærri prjóna eða 5,5mm og ég ætla að síkka búinn aðeins líka.

July 2025
M T W T F S S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme