Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Jólaball

Posted on 30/12/201431/12/2014 by Dagný Ásta

>Á hverju ári er jólaball í vinnunni hjá tengdó 🙂 undanfarin ár höfum við mætt með ört stækkandi barnahóp.
Í ár var fyrsta ball Sigurborgar Ástu. Oliver var farinn að spyrja hvenær ballið yrði snemma í desember og fannst því ekki leiðinlegt þegar við gátum sagt honum að það yrði 30.des.

Sigurborg Ásta var ekki alveg sú sprækasta á ballinu og vildi bara vera í fanginu á okkur (það eiginlega skipti ekki máli hver átti í hlut, hlýtt fang og góð öxl til að kúra í/á var nóg).

Þegar búið var að dansa í kringum jólatréið, heilsa upp á jólasveinana, fá smá jólasveinanammi og gæða sér á hlaðborðinu átti að fara nokkra hringi tilviðbótar en Gítarleikarinn sem kom með jólasveinunum ákvað að leifa nokkrum að syngja í míkrafóninn uppi á sviði og var Ása Júlía ein af þeim… Oliver kom hlaupandi til okkar til að ná okkur inn í sal svo við gætum horft á hana syngja.

Þessi söng einsöng á jólaballinu í vinnunni hjá ömmu og afa og stóð sig rosalega vel :) #ásajúlía #jól2014
Þessi söng einsöng á jólaballinu í vinnunni hjá ömmu og afa og stóð sig rosalega vel 🙂

Þegar Ása Júlía var búin vildi Ingibjörg endilega feta í fótspor hennar og fór beinustu leið upp á svið og söng líka 🙂

Líka litlafrænka #ingibjörgfrænka #jól2014
Hún sagðist ætla að syngja Jólasveinar einn og átta en úr varð mjög nýstárlegur texti með sambland úr nokkrum lögum… yndislega Ingibjörg!

Takk fyrir okkur elsku Inga amma og Skúli afi!

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme