Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Gleðileg jól

Posted on 25/12/201431/12/2014 by siminn

Gleðileg Jól!!

#jól2014 #jólíK48

Jólin hjá okkur voru með frekar óvenjulegum hætti í ár… Óvenjulegi hlutinn var hin sískemmtilega pest sem veldur uppköstum, niðurgangi og hrikalegri vanlíðan. Ása Júlía byrjaði á þorláksmessumorgun að kasta upp, ég tók við um miðjan dag (Í vinnunni!). Á Aðfangadagsmorgun tók Oliver svo við. Við ákváðum að taka stöðuna á Leifi, sem var farinn að finna fyrir óþægindum, um hádegi hvort við ættum yfir höfuð að fá foreldra mína í mat um kvöldið … Ég stakk upp á náttfatajólum með léttmeti, pökkum og sjónvarpsglápi en Leifi fannst það ekki hægt og taldi sig vera nógu sprækan til að taka á móti jólunum í öllu sínu veldi…

Um það leiti sem maturinn kom á borðið féll Leifur fyrir pestinni og eyddi kvöldinu með pestinni.

Yndislega jólastelpan mín steinsofnaði syngjandi "bráðum koma blessuð jólin"

Yndislega jólastelpan mín var svooo slöpp eftir herlegheitin að hún sofnaði í fanginu á mér í sófanum… nýkomin úr fínu jólafötunum sínum og í náttfötin sem hún fékk í morgun.

Við fengum fullt af fallegum gjöfum og jólakveðjum og þökkum kærlega fyrir okkur. En eins og alltaf eru ákveðnar gjafir sem standa uppúr hjá manni og í ár eru þær 3. Bestu jólagjafirnar 2014 #jól2014 #jólíK48
Oliver föndraði þessa fínu leirskál í skólanum ásamt 2 jólaskrauti. Ása Júlía hannaði og saumaði þennan glæsilega Snjófroskabangsa í leikskólanum og Sigurborg Ásta handstimplaði þetta fína fína kertaglas hjá dagmömmunum.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme