Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Munaðarnes

Posted on 08/08/2014 by Dagný Ásta

Við skelltum okkur í bústað í Munaðarnesi síðasta föstudag og komum heim í dag.

Áttum þarna yndislega daga sem einkenndust að miklu leiti af afslappelsi, pottaferðum, lestri, berjatýnslu, prjónaskap, tanntöku, skriði og hinu ljúfa lífi.

Það leið ekki sá dagur í þessa viku að Oliver kíkti ekki í pottinn, Ása Júlía var aldrei langt undan og eyddu þau systkinin þónokkrum tíma saman að busla

Pottormurinn minn
þessi fór í pottinn amk 1x á dag… alveg í það minnsta!

Sigurborg Ásta prufaði líka pottinn og var eiginlega bara endalaust krúttleg í þessari múderingu!

Sætasta býflugan eða ógurlegur hákarl? #nofilter #family #cuteasabutton #mine
Sætasta býflugan eða ógurlegur hákarl?
Pottormar í kósí #family #kids #mine
Pottormar í kósí

Á þriðjudeginum kíktum við í bíltúr í Hólminn, fórum að leiði Víkings afa/langafa, fórum upp í Súgandisey, í Maðkavíkina og skoðuðum auðvitað líka leiksvæði Skúla afa og systkina hans á Tangagötunni 🙂

Hólmurinn
Oliver, Sigurborg Ásta & Ása Júlía við vitann í Súgandisey í Hólminum
2/3
2/3 við vitann á Súgandisey í Hólminum
Hörpudiskar...
Hörpudiskar…

Á bakaleiðinni stoppuðum við aðeins og kíktum eftir berjum, krakkarnir voru alveg ólmir í að tína ber og höfðu passað vel upp á að ég tæki box með í bíltúrinn. Þetta var í fyrsta sinn sem Sigurborg Ásta fór í berjamó og fannst heni hálf skrítið að sitja svona úti í náttúrunni á þúfu en skemmti sér konunglega þegar við laumuðumst til að stinga upp í hana einu og einu krækiberi.

Fyrsta sinn í berjamó :)
í fyrsta sinn í berjamó

Við bentum krökkunum á sveitina þar sem Annska vinkona okkar ólst upp og lýsti Leifur fyrir krökkunum hvernig vinahópurinn hafði farið í fjallgöngu og tjaldað þarna í skálinni og gist eina nótt, þetta fjall er aldrei kallað neitt annað en Önnskufjall

Önnskufjall. ...
Önnskufjall…

Krakkarnir fundu laut rétt fyrir ofan bústaðinn þar sem var nóg af berjum… svo mikið að þau voru berjablá það sem eftir var dvalarinnar. Þau fóru með box í lautina sína og tíndu fullt til að gefa okkur smakk, Bland í poka… krækiber og bláber!

Þessi ljúflingur
Berjablár ljúflingur
Duglegu börn
Duglegu börnin fóru í berjamó við bústaðinn…

Við skelltum okkur í göngutúr að Glanna og í Paradísarlaut í gær, fallegt svæði og óhætt að segja að það sé gjöfult.

Nomnomnom #krækiber #göngutúr #sælgætináttúrunnar #bestíheimi
Við Glanna voru berin alveg tilbúin! sæt, safarík og út um allt!!
Berjabláu systkinin
Berjabláu systkinin
Svampur Sveinsson var í svo svakalega myndarlegu umhverfi þarna 😉

Sigurborg Ásta nýtti tímann til að mastera tæknina við að sýna í tíma og ótíma hversu stór hún er! einnig bætti hún við svona stundum vinki bless.

Svooooona stór!!
Svooooona stór!!

Það fyndna við sumarbústaði í eigu annarra er hið myndarlega eða ómyndarlega bókasafn sem vill verða til, alveg dásamlegt bókasafnið þarna, uppistóð af 3 bókum… allar eldheitar ástarsögur úr rauðuseríunni *úlalalaaaaaaa*

Elska sumarbústaðabókasöfn!
Elska sumarbústaðabókasöfn!

Við spiluðum slatta líka, oftar en ekki urðu spilin Shave a sheep eða Gopher it fyrir valinu

Shave a sheep!
Shave a sheep!

Grillið var óspart notað og uppistaða hverrar máltíðar var auðvitað byggð á einhverju grilluðu… alveg sama hvað það var 😉

Starting dinner..
Starting dinner..

Það tekur pínu á að vera á síðasta snúningi að þrífa og ganga frá bústaðnum með 3 gorma sem geta lítið aðstoðað mann 😉 endaði líka með því að Oliver og Ása Júlía voru send í pottinn til að kveðja hann á meðan ég nýtti tímann í að þrífa og ganga frá herbergjunum. Þau hjálpuðu svo pabba sínum að þrífa pottinn og sjá um Sigurborgu Ástu á meðan ég kláraði að skúra og kveðja bústaðinn.

Bæbæ bústaður
Bæbæ bústaður

1 thought on “Munaðarnes”

  1. Maggi Magg says:
    10/08/2014 at 13:00

    Frábærar myndir af krökkunum.

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme