Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Pallalíf og frænkur

Posted on 30/07/201431/07/2014 by Dagný Ásta

Ísland er svo merkilega lítið og skrítið land…

Við Leifur komumst að því eftir ca árs samband að stelpa, Sunna, sem var með mér í bekk mest allan grunnskóla væri náfrænka hans. Eftir að við fluttum hingað uppeftir kom svo í ljós að hún og fjölskylda hennar búa hérna aðeins neðar í brekkunni.

Svo skemmtilega vill til þá á hún líka dömu fædda 2009, hana Helgu.

Við mæðgurnar fórum í göngutúr niður í Mjódd í góða veðrinu í dag með litlu dætur okkar í vögnunum sínum… eða eins og Ása Júlía sagði, þú ert með Sigurborgu Ástu og ég er með Sigurborgu dúkku! Við erum báðar með Sigurborgir í vagni!

Allavegna þá hittum við mæðgur, Sunnu og dætur hennar 3, eitthvað barst það í tal að það væri nú svolítið sniðugt að þær frænkur myndu kynnast og leika saman, við ættum að hafa þetta á bakvið eyrað við tækifæri.

Stuttu síðar rekumst við mæðgur aftur á þær og þá grípur Ása Júlía tækifærið og býður Helgu með okkur heim ! þær frænkur skemmtu sér vel í dúkku leik bæði á leiðinni heim og svo í sólinni á pallinum.Frænkur í dúkkuleik :-)

Sigurborg Ásta var líka notuð sem dúkka í smá tíma, eins og vanalega reyndar *haha* og fékk hún að prufa að keyra um í smá á sparkbíl á pallinum, ekki fannst henni það nú leiðinlegt!Svooo stór, #pallurinn #pallalíf #k48

Sunna og yngri dætur hennar, Lilja og María, komu svo að sækja Helgu akkúrat þegar ég var að klára að setja loft í vaðlaugina okkar og þá var ekki aftur snúið… Sunna komst ekkert heim fyrr en hátt í klukkutíma síðar og þá með 3 blautar skottur 😉

 

 

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme