Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Barnadagur í Viðey

Posted on 27/07/201430/07/2014 by Dagný Ásta

Við fjölskyldan skelltum okkur á Barnadag í Viðey í dag.
Þegar við vorum komin í röðina að bíða eftir að kaupa miða í ferjuna sáum við að Gunnar, Eva & strákarnir voru rétt á undan okkur (komin í Ferjuröðina samt) ásamt Gumma hennar Ástu og börnunum þeirra.

Beðið eftir ferjunni...
Við þurftum að bíða aðeins eftir ferjunni, en það gerði ekkert til, við vorum nefnilega fyrst um borð í næstu ferð!

Eftir nestisstopp við Viðeyjarstofu héldum við niður í Naust þar sem meðal annars var hægt að senda flöskuskeyti og föndruðu systkinin sitthvort bréfið sem þau settu svo í sömu flöskuna og komu afstað út í heim… verður forvitnilegt hvort þau fá einhver svör 🙂

Flöskuskeytaskrif
Oliver að skrifa sitt skeyti
Flöskuskeytið innsiglað
Leifur að innsigla flöskuna áður en hún flaug út á sjó

Ásu Júlíu og Oliver fannst ekkert smá sniðugt að hafa frændur sína með og voru hæst ánægð með að fá að grallarast með þeim í fjörunni.

Fjörulallar #barnadagaríViðey #Viðey
Fjörulallar Gunnar, Hrafn Ingi, Sigmar Kári,Oliver, Arnar Vilhelm, Elín Anna, Gummi og Leifur

Okkur fannst þetta stórsniðugur dagur og skemmtum okkur konunglega að skoða okkur um í eyjunni fögru… Rosalega gaman að sjá hversu margir gerðu sér glaðan dag þarna í dag enda hittum við fullt af fólki sem við þekkjum 🙂

Yndin mín #barnadagaríViðey #Viðey
Yndin mín – Grallararnir 3

Viðey #Viðey #barnadagaríViðey

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme