Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Breiðholtsvillingar í heilt ár

Posted on 04/03/201403/03/2014 by Dagný Ásta

Í dag er komið heilt ár frá því að við fengum Kambaselið afhent 🙂

Við erum búin að aðlagast nokkuð vel hérna í efri byggðum, mér finnst samt ferlega skrítið að vera svona í hinum enda borgarinnar og finnst alltaf jafn skrítið að beygja ekki inn Háaleitisbrautina þegar ég er á heimleið en það venst 🙂

Það er ýmislegt búið að stússast hér í húsinu og nóg er eftir til viðbótar… Leifur, með dyggri aðstoð frá Oliver og fleirum eru búnir með ca 1/3 af því sem þarf að gera uppi á lofti og ég komst í fyrsta sinn með upp að vinna núna í febrúar! það er svona að flytja inn með morgunógleði og þreytu, verða svo fljótt annsi ólétt með háþrýstingshótanir og svo með hvítvoðung á handleggnum 😉 og hvað var það sem ég fékk að gera? jú ég fékk að ÞRÍFA! á meðan Leifur fór ótal ferðir upp og niður stigann og snérist í kringum okkur þar sem Oliver og Ása Júlía voru mjög dugleg og máluðu veggi og að lokum eftir að þrifunum lauk gólf. Nú er loksins búið að rykbinda þarna 🙂

Í gær festum við upp (loksins) síðustu rúllugardínuna í stofunni *hahaha* hún er búin að vera til staðar í alltof langan tíma, þurfti bara að saga örlítið af stönginni skrúfa 4 skrúfur í gluggakarminn og voilá hún komin á sinn stað!

Við erum náttrúlega enn að koma okkur fyrir að mörgu leiti þar sem það er ekki svo langt síðan Leifur kom alfarið af fjöllum. En þetta kemur allt saman 😉 Þetta verður svaka fínt þegar loftið er loksins komið gagnið, Oliver í sitt herbergi og Sigurborg Ásta í sitt.

1 thought on “Breiðholtsvillingar í heilt ár”

  1. Maggi Magg says:
    09/03/2014 at 18:32

    Til hamingju ! – Leifur stendur sig alltaf vel og þetta loft á eftir að verða frábært.

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme