Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

reynslunni ríkari…

Posted on 02/02/200421/06/2005 by Dagný Ásta

jæja það er víst alveg á hreinu að ég geti sagt það…

Aníhú helgin var ágæt hjá mér… föstudagurinn fór í kúr og kósíheit með kallinum ;o) en laugardagurinn fór í stúss og hlaup og djamm :o)

Ikea, Rúmfatalagerinn, ÁTVR & Bónus voru öll sópuð og ég held að við Iðunn höfum náð að klára mest allt úr hillunum þar or something… því næst kíkti ég í afmæli til litlu sætu prinsessunnar hennar Kolbrúnar Söru… hún varð 2 ára á laugardaginn, imagine that!!! mér finnst vera svo stutt síðan ég heimsótti þær mæðgur upp á fæðingardeild, að vísu er ekkert langt í að maður heimsæki Fanneyju þangað aftur *glott* styttra samt í Liljuna mína *tilhlökkun*

Kvöldið var með endæmum skrítið… vægt til orða tekið held ég barasta *úff* ég fór semsagt með Iðunni á óvissusýningu um kvöldið… fengum að sjá hina snilldar mynd School of Rock með Jack Black bara gaman og vel hægt að fíla sig í þeirri mynd enda tónlistin ekki af verri endanum.
Við ákváðum svo að skella okkur því næst á nördadjamm á Celtic þar sem var víst búið að stefna slatta af fólki en hömm þegar við mætum var annar skipuleggjandinn hvergi sjánlegur og hinum mættum við í dyrunum… ofur fullri og vitlausri… kannski bara eins gott að hún hafi haldið heim á leið *hahah*
aníhú við mættum þarna og vorum í góðum gír… svona frameftir… *hóst* mér skilst reyndar að það hafi einhverjir illir andar yfirtekið mig og hellt í mig einhverju magni af “fullnægjingum” & Breezer þannig að ég var eiginlega óþekkjanleg *whut* lallavegana mínir bestu og kærustu vinir hefðu víst ekki þekkt mig því að Iðunn er að gera grín af mér í dag… sömuleiðis fæ ég skot frá Leifi *hömmmmm*
Leifur var svo soddan yndi að koma að sækja mig og Iðipiði og skutla okkur heim…
ég var nú samt ekki skemmtilegasti félagsskapur sem finnst… *blöh*

Ég er allavegana heil heilsu í dag… fæ plús fyrir það *englabros*

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme