Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

rugl í kolli

Posted on 11/02/200421/06/2005 by Dagný Ásta

jæja þá er hausinn minn kominn í smá rugl eina ferðina enn.. fáránlegt!

Ég veit ekki alveg hvað kom honum í gang í þetta sinn… lagði mig eftir erilsaman dag í vinnunni sem varð að 3t lúr og hann endaði semsagt svona… haus í rugli. Ég held ég sé að verða búin að fara í gegnum allan rugl skalann síðan ég vaknaði… þetta er ekkert smá fáránleg tilfinning, tilfinning um vanlíðan… Samt er hið fáránlega í gangi að það er allt að ganga upp í kringum mig, það er ekkert vesen í gangi, það er einna helst þessvegna sem ég skil ekki þessa bylgju.

  • Ég er að kynnast yndislegum strák sem mér þykir voða vænt um, hann á yndislega familíu sem sem mér finnst sem taki mér opnum örmum.
  • Sambandið við foreldrana er í mjög góðu standi. Er alltaf sama pabba/mömmu stelpan.
  • Vinirnir allt í kringum mann, ekkert nema gleði í gangi þar í kring, engin ósætti eða pirringur (sem ég veit af amk) og allir farnir að hlakka til að sjá erfingjann hennar Lilju.
  • Ég er sátt við sjálfa mig í flestum tilfellum, eru ekki allir ósáttir við eitthvað í sínu fari?
  • Síðast en ekki síst allt að ganga upp í vinnunni (þrátt fyrir einstaka fólk sem well getur ekkert að því gert þótt það fari í mínar allra allra fínustu), fékk meiraðsegja hrós í dag!
  • Ef eitthvað af þessu væri í ólagi þá myndi ég skilja hversvegna hausinn á mér er í þessu ástandi en svo er bara ekki… æji dramadramadrama! en ég vona að þetta sé bara tímabundið rugl.

    hmm kannski lagast þetta ef ég næ einhverjum svefni áður en ég á að mæta í vinnu *hömm* 2 tímar og 30 mín þar til klukkan mín á að fara að hringja *úbbs* kemur allt í ljós, ég vona það allavegana.

    May 2025
    M T W T F S S
     1234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293031  
    « Dec    

    eldra

    • Annáll 2024
    • Protected: Staðan
    • Protected: Smá jákvæðni
    • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
    • Protected: heimsókn

    Categories

    • annáll (18)
    • Bakstur (55)
    • Brúðkaup (18)
    • daglegt röfl (3,450)
    • Danmörk (233)
    • ferðalög (108)
    • fjölskyldan (615)
    • Fjölskyldubrölt (1)
    • Föndur (37)
    • Framkvæmdir (28)
    • Göngutúr (1)
    • handavinna (43)
    • heilsa (135)
    • Hreyfing (1)
    • Krossaumur (9)
    • Matseld (30)
    • myndir (980)
    • PAD (363)
    • Prjón / Hekl (105)
    • Skóladót (25)

    Meta

    • Log in
    • Entries feed
    • Comments feed
    • WordPress.org
    © 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme