Skip to content

hvað ert að bralla…?

Menu
  • Heim
  • Óskalistinn
  • Forsíða
Menu

Hlakka til haustsins: )

Posted on 03/07/201304/07/2013 by siminn

Ég kíkti út í garð til mömmu og pabba í hádeginu… vá hvað garðurinn verður gjöfull í ár!! fullt af jarðaberjum á leiðinni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og allt rifsið sem er komið af stað … að ógleymdum stikkilsberjunum og sólberjunum *slef*

Hlakka til haustsins: )
Hlakka til haustsins: )

Svo sýndist mér önnur hindberjaplantan vera að leggja af stað líka *jeij* þær eru samt svo nýjar í garðinum að maður veit ekkert hvað verður úr 😉
Þetta eru umþaðbil einu plönturnar sem ég myndi vilja hafa hjá okkur, er guðslifandifegin því að sleppa við að hirða um gras og blómabeð. Á alveg nógu skemmtilegt sumar, sérstaklega eins og nú þegar ég er lyfjalaus *dæs* er búin að vera hnerrandi frá mér allt vit, stöðugt rennsli og kláði í augum með tilheyrandi verkjum og stíflum er hrikalega skemmtilegt 😉 en hvað um það.
Ég á pottþétt eftir að útbúa eitthvað smá beð á pallinum og setja þar jarðaberjaplöntur og eitthvað svona nytsamlegt. Alveg spurninhvort maður prufi sig áfram með græðlinga af rifsi & stikkilsberjum líka… jafnvel hindberjum *hohohoh*

4 thoughts on “Hlakka til haustsins: )”

  1. Maggi Magg says:
    16/07/2013 at 09:04

    Hæ, við erum með nokkra sólberjarunna, en kunnum ekkert að nota afurðina, hvað mælir þú með? Við erum með frekar lítið rifs eins og er, en það á að breytast á næstu árum.

    1. Dagný Ásta says:
      18/07/2013 at 23:03

      ég mæli hiklaust með þvi að borða þau!! það er amk það sem ég geri *múhaha* en það er ekkert mál að spjalla við mömmu og fá uppskriftir af einhverjum sultum og hlaupi sem hún hefur verið að gera… hún er dugleg við að prufa ýmsar blöndur. eruði ekki með jarðaberjaplöntur þarna líka? það má redda þeim næsta vor úr garðinum frá mömmu og pabba ef ekki.

  2. Maggi R. Magnússon says:
    31/07/2013 at 09:48

    Jú, lesa er með 2-3 jarðaberjaplöntur og gengur ágætlega á fyrsta ári. Við stefnum líka að því að stækka Rababarasvæðið, þarf að kaupa mér nýjan haus í það einhver staðar.

    1. Dagný Ásta says:
      04/08/2013 at 17:23

      Maggi minn, þú nefnir ekkert jarðaber í fyrra commenti 😉 talar bara um sólber þar :-p

Comments are closed.

May 2025
M T W T F S S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« Dec    

eldra

  • Annáll 2024
  • Protected: Staðan
  • Protected: Smá jákvæðni
  • Protected: Eitt skref áfram tvö aftur…
  • Protected: heimsókn

Categories

  • annáll (18)
  • Bakstur (55)
  • Brúðkaup (18)
  • daglegt röfl (3,450)
  • Danmörk (233)
  • ferðalög (108)
  • fjölskyldan (615)
  • Fjölskyldubrölt (1)
  • Föndur (37)
  • Framkvæmdir (28)
  • Göngutúr (1)
  • handavinna (43)
  • heilsa (135)
  • Hreyfing (1)
  • Krossaumur (9)
  • Matseld (30)
  • myndir (980)
  • PAD (363)
  • Prjón / Hekl (105)
  • Skóladót (25)

Meta

  • Log in
  • Entries feed
  • Comments feed
  • WordPress.org
© 2025 hvað ert að bralla…? | Powered by Superbs Personal Blog theme